Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum og hafa Landsnet, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið afhendingaröryggi og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafa allir sem komu […]
Saga af streng (myndband)

Landsnet birti skemmtilegt myndband af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum á facebook síðu sinni. Þar segir, “Árið 2023 byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að […]
Skipulagsáætlanir vegna Vestmannaeyjalínu 4 og 5

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 30. nóvember 2023 að kynna skipulagslýsingu samhliða kynningu á vinnslustigi, fyrir fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna lagningu nýrra sæstrengja, Vestmannaeyjalínu 4 (VM4) og 5 (VM5) . Í valkostagreining Landsnets hefur fjöldi leiða fyrir landtöku rafstrengjanna og að spennustöð HS-Veitna verið metnar. Áætlað er að besti kostur fyrir landtöku rafstrengjanna verði […]
Orkusalan ódýrust í rafmagni

Nýverið ákvað Vestmannaeyjabær að leita eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá öllum þeim sem bjóða orku til sölu. Alls bárust þrjú tilboð, þ.e. frá N1, Hs Orku og Orkusölunni. Mat á tilboðum liggur fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og leggur hann til að lægsta tilboði verði tekið en um er að ræða 4,7% lækkun m.v. […]
Hlaðvarp um viðgerðina á Vestmannaeyjastreng

Landsnet heldur úti áhugaverður hlaðvarpi þar sem markmiðið er að fjalla um allt á milli himins og jarðar sem viðkemur flutningskerfinu og um þau mál sem eru í brennidepli í orkugeiranum hverju sinni. Í nýjum þætti í Landsnetshlaðvarpinu er sagan af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum. Um þáttinn segir í lýsingu. “Þann 30. janúar 2023 kom upp […]
Forval vegna útboðs á nýjum streng opnað í september

Viðgerð Landsnets á Vestmannaeyjastreng 3 (VM3) til Vestmannaeyja lauk í byrjun ágúst, eftir að bilun kom upp í strengnum í janúar á þessu ári. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets sagði í samtali við Eyjafréttir viðgerðina hafa gengið vel. Fram hefur komið að Landsnet vinnur áfram að undirbúningi að lagningu nýrra sæstrengja til Vestmannaeyja til þess að […]
Sveitarfélagið Ölfus stofnar Orkufélagið Títan ehf.

Félagið er rekstrarfélag og er tilgangur þess orkurannsóknir, orkuvinnsla og rekstur hitaveitu í þágu Sveitarfélagsins Ölfus og annarra sveitarfélaga og hagaðila á áhrifasvæði þess og rekstur tengdra mannvirkja. Í stjórn félagsins náðu kjöri: Grétar Ingi Erlendsson sem jafnframt var kosinn formaður stjórnar og meðstjórnendur Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Í varastjórn voru kosin Hrönn Guðmundsdóttir […]
Sparaði hálfan milljarð í olíukaup

Eins og kunnugt er bilaði Vestmannaeyjastrengur 3 (VM3) í vetur. Þá voru góð ráð dýr, enda í vændum mesti álagstíminn með loðnuvertíð. Ljóst var að brenna þyrfti verulegu magni af díselolíu til þess að anna álaginu í Eyjum, segir í færslu á Facebook-síðu Landsnets sem kom Vestmannaeyjastreng 3 aftur í rekstur í síðustu viku. Þá […]
Vestmannaeyjastrengur 3 kominn í rekstur

“Þau ánægulegu tíðindi bárust áðan frá stjórnstöð að Vestmannaeyjastrengur 3 (VM3) sé kominn í rekstur,” þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Margir hafa komið að verkefninu með einum eða öðrum hætti síðan upp kom bilun í strengnum í lok janúar við að koma strengnum í lag aftur. Viðgerðaskipið Henry P Lading hefur verið í […]
Stefnt á að taka strenginn í notkun eftir viku

Viðgerðir á Vestmannaeyjastreng 3 hafa dregist á langinn bæði vegna vonskuveðurs sem og bilana um borð í viðgerðarprammanum Henry P Lading. Þörf er á góðum og nægilega löngum veðurglugga til að öruggt sé að hefja aðgerðina við að tengja saman strengina. Viðgerðaskipið bíður því átekta og er vel fylgst með veðurspám. „Eins og staðan er […]