Áfram ASÍ!

Það er alkunna að öflugur samtakamáttur getur komið ótrúlega miklu til leiðar. Gott dæmi um þetta er þegar verkalýðshreyfingin stendur saman sem ein og órofa heild. Þá hefur hún unnið sína stærstu sigra. Þá hefur henni miðað hratt áfram í þá átt að skapa það réttláta samfélag þar sem hagur alls almennings fer batnandi.  Þá […]

Græðgin ber þá ofurliði

Ég hef  síðustu daga verið að bera sama sýn og stefnu Eyjalistans og Sjálfstæðisflokksins í fjármálum. Þetta er ekki flókinn samanburður þótt afar ólíkur sé. Hér er réttað byrja á því að í sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir því að að bæjarstjórnir noti tekjur sínar til þess að veita íbúum sínum eins góða þjónustu og […]

Hvað á að gera við góða bæinn?

Eftir að hafa fylgst með störfum bæjarstjórnar síðustu fjögur ár og eftir að hafa rætt við stóran hóp bæjarbúa um málefni okkar Vestmannaeyinga langar mig í framhaldinu að nefna hér nokkur mál sem ég held að eigi fullt erindi við okkur kjósendur. Við treystum Eyjalistanum til þess að standa áfram vörð um ríflegan frístundastyrk til […]

Hvernig er staðan á vaktinni?

  Ég gerði mér til gamans nú á dögunum að spjalla við nokkra Vestmannaeyinga um landsins gagn og nauðsynjar, stöðu ýmissa mála og fleira i þeim dúr.   Vestmannaeyjabæjar við barnafjölskyldur geysilega mikilvæga. Í því sambandi nefndi hún að fæðiskostnaður, gjaldskrár leikskóla og frístundavers væru í lágmarki. Þetta allt skipti miklu máli fyrir barnafólk. Þá […]

Á heimaslóð

Hinn 21. október næstkomandi eru liðin 110 ár frá fæðingu Alfreðs Washington Þórðarsonar. Eldri Vestmannaeyingar muna vel eftir honum en hann bjó hér í Eyjum frá sex ára aldri fram að gosi 1973. Vosi, eins og hann var jafnan kallaður, var góður tónlistarmaður, lærði píanóleik hér heima á Íslandi en einnig í Kaupmannahöfn. Hann lék […]

Tíu sinnum meiri…….

Þegar ég var peyi og lék mér í Lautinni endaði mörg rimman og rökræðan á því að sá sem rökþrota var orðinn greip til þess ráðs að kveða upp úr og segja: „Ég er tíu sinnum meiri en hvað sem þú segir“. Þar með var það ákveðið, afgreitt og ekki orð um það meir. Viðkomandi […]

Opinn fundur um samgöngu- og heilbrigðismál

Ágætu Eyjamenn. Í kvöld, miðvikudaginn 10. feb. kl. 20 – 21.30  boðar Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í Suðurkjördæmi boðar til fjarfundar í kjördæmaviku Alþingis. Fundurinn er fyrst og fremst um samgöngu- og heilbrigðismál með áherslu á Vestmannaeyjar og er öllum opinn þannig að við getum getum á einfaldan hátt tekið þátt í honum heima […]

Mitt, þitt og okkar allra

Við erum að upplifa viðsjárverða tíma nú um þessar mundir, um það er engum blöðum að fletta. Við upplifum einhvers konar óvissu og jafnvel ugg um framtíðina. Hvað er fram undan?  Hvernig verður þetta þegar covidfaraldurinn er um garð genginn? Þessar spurningar og aðrar áþekkar leita sífellt á hugann þessa dagana. Við þessar aðstæður fer […]

Getum við?

Í lífinu skiptast ávallt á skin og skúrir hjá okkur mannfólkinu, í nærumhverfi okkar, í landsmálum, svo og í heimsmálunum sjálfum. Nýliðið ár var engin undantekning að þessu leyti.  Því miður eru vandamál jarðarinnar allrar sífellt að verða alvarlegri og ef leiðtogar heimsins vakna ekki til ábyrgðar mun ástandið enn eiga eftir að versna. Um […]

Öllum til gagns og engum til tjóns

Þegar Landeyjahöfn var tekin í notkun voru stigin afar mikilvæg skref í samgöngumálum okkar Vestmannaeyinga. Við fylltumst bjartsýni og það ekki að ástæðulausu. Við vissum þó alltaf mæta vel að veðurfarið sem við þekkjum flest hlyti óhjákvæmilega að hamla stöðugri siglingu milli Lands og Eyja allan ársins hring. Nú er komin nokkur reynsla á siglingaleiðina […]