Gengið vel á ufsa

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum sl. laugardag og Bergur VE landaði nánast fullfermi í Neskaupstað í á mánudag. Afli Vestmannaeyjar var mestmegnis ufsi sem fékkst á Kötlugrunni og segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að þarna sé um að ræða besta ufsatúr í langan tíma. Afli Bergs var aðallega ýsa […]
Nánast eingöngu karfi hjá Bergi

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði nánast fullfermi í Eyjum sl. sunnudag. Rætt var við Jón Valgeirsson skipstjóra og þá fyrst spurt út í samsetningu aflans á vef Síldarvinnslunnar. „Nú var það karfi, nánast ekkert nema karfi. Við byrjuðum á að veiða djúpkarfa í Grindavíkurdýpinu og síðan var haldið í Skerjadýpið þar sem fékkst grunnkarfi. Þar stoppuðum við stutt. […]
Erum að kroppa ágætlega á Víkinni

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í Þorlákshöfn sl. laugardag. Aflinn var mest þorskur og ýsa en einnig var dálítið af ufsa og löngu. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að aflast hafi jafnt og vel í veiðiferðinni. „Við vorum að veiðum á Péturey og Vík, tókum eitt hol á Höfða og […]
Hægt á veiðum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudag. Veiðiferðin var stutt hjá báðum, vel aflaðist en veður var hins vegar ekki hagstætt. Afli beggja skipa var blandaður en mest var af þorski. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veiðiferðin hafi einkennst af flótta undan veðri. „Við byrjuðum á […]
Erfitt veður til veiða

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í gær. Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að Vestmannaey hafi verið með 70 tonn og Bergur með 50 tonn af blönduðum afla. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veður hafi gert mönnum erfitt fyrir. „Veðrið var leiðinlegt, þetta var einfaldlega vetrarveður sem stríddi okkur töluvert. Við […]
Hægt á veiðum hjá Vestmannaeyjatogurunum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Eyjum á sunnudag. Bæði skip voru nánast með fullfermi og var aflinn að mestu ýsa og þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að rótargangur sé í veiðinni. „Við fiskuðum í Háadýpinu og á Hólshrauni og það var ekkert mál að […]
Fylltu sig á rúmum 20 tímum

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa fiskað afar vel að undanförnu. Þau lönduðu bæði fullfermi í Eyjum sl. sunnudag, héldu til veiða strax að löndun lokinni og voru á ný komin með fullfermi til löndunar á mánudagskvöld. Bæði skipin fylltu sig því á innan við sólarhring. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra Bergs […]
Skipin fyllt á einum og hálfum til tveimur sólarhringum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á miðvikudag og aftur á sunnudag. Í fyrri túr skipanna var mest af ýsu og þorski ásamt kola en í seinni túrnum var mest af ýsu, þorski og ufsa. Skipstjórar skipanna eru afar sáttir við gang veiðanna. Jón Valgeirsson á Bergi segir að veiðin […]
Stutt stopp á miðunum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE héldu báðir til veiða frá heimahöfn í Vestmannaeyjum sl. föstudag. Bæði skip lönduðu síðan fullfermi í gær eftir að hafa verið rúman sólarhring að veiðum. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipstjórarnir láta vel af aflabrögðum en segja að aflinn mætti vera blandaðri en raunin er á. […]
Súper vertíðarfiskur

Eyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE héldu til veiða sl. miðvikudag og komu bæði til hafnar með fullfermi á föstudag. Afli skipanna var mest þorskur og síðan nokkuð af ýsu. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að það hafi verið mokveiði. “Við vorum á Ingólfshöfða og tókum síðan eins sköfu á Víkinni. Þarna fékkst […]