Umframafli í strandveiðum

Um 557 bátar hafa fengið leyfi til strandveiða og eftir fyrstu tvær vikur strandveiða er landaður afli strandveiðibáta 1.306.000 kg. sem er 12,04% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða. Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Meðfylgjandi mynd sýnir […]
Mikill áhugi fyrir strandveiðum

Fyrsti dagur strandveiða 2021 er mánudagurinn 3. maí. Áhugi fyrir veiðunum er mikill sem marka má á umsóknum sem borist hafa til Fiskistofu. Þegar lokað var fyrir umsóknir kl 14:00 í dag höfðu 408 sótt um leyfi, sem eru 74 bátum fleira en á sama tíma í fyrra. Frá þessu er greint á vefnum smábátar.is. […]
Stofnvísitala þorsks í frjálsu falli

Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var þann 29. desember var meðal annars til umræðu nýútkomin skýrsla Hafrannsóknastofnunar: Stofnmæling botnfiska að haustlagi 2020. Niðurstaða umræðna var að vekja athygli á og lýsa áhyggjum vegna lækkunar á stofnvísitölu þorsks, sem mælist nú aðeins rúm 40% af því sem hún mældist í haustralli árið 2017. „Samkvæmt skýrslunni er stofnvísitala þorsks […]
Ragnar Þór Jóhannsson nýr formaður Farsæls

Aðalfundur Farsæls, félags smábátaeigenda í Vestmannaeyjumvar var haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja 28. september sl. Frá þessu er greint í frétt á vefnum smabatar.is. Mikill áhugi var fyrir fundinum sem sýndi sig best í að um tveir þriðju félagsmanna voru mættir. Í upphafi fundar upplýsti Hrafn Sævaldsson formaður Farsæls um að hann væri ekki lengur smábátaeigandi […]
720 tonnum bætt við strandveiðar

Kristján Þór Júlíusson hefur ákveðið hækka aflaviðmiðun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum í 10.720 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda í morgun. Í drögum að fréttatilkynningu sem LS fékk senda segir m.a. að með því að auka aflaheimildir til strandveiða sé verið að koma til móts við þá miklu […]
Stöðvast strandveiðar í byrjun ágúst?

Spurning sem 650 sjómenn á strandveiðibátum spyrja sig. Búið er að veiða rúm 7.500 tonn af þorski og er rífandi gangur í veiðunum. Þorskafli þá 10 veiðidaga sem búnir eru í júlí er að meðaltali 211 tonn. Verði það óbreytt þá 8 daga sem eftir eru mánaðarins lýkur veiðum 6. ágúst miðað við ákvæði reglugerðar […]
Aðalmót Sjóve

Aðalmót Sjóve hefst í fyrramálið klukkan 6:30. Guðjón Örn Sigtryggsson hjá Sjóve sagði í samtali við Eyjafréttir að skráning væri ágæt og hvatti fólk til að mæta á bryggjuna þegar bátarnir kæmu í land. Guðjón lofaði tónlist og góðri stemmningu á bryggjunni. Dagskrá mótsins: Föstudagur 15.Maí Kl. 06.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi ) Kl. […]
Strandveiðar að hefjast í skugga verðfalls

Mikið verðfall hefur orðið á fiskmörkuðum að undanförnu. Endurspeglar þetta sölutregðu á sjávarafurðum um allan heim. Gengi evru gagnvart krónu hefur hækkað um 15% frá því í september sem hefði að óbreyttu átt að leiða til verðhækkana. En svo virðist sem önnur lögmál ráði eins og almennur sölusamdráttur vegna heimsfaraldursins. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssamband smábátaeigenda, […]
Heimilt að stunda strandveiðar á almennum frídögum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar árið 2020. Reglugerðin er efnislega samhljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídögum er ekki nýtt í þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strandveiða ekki bannað að stunda veiðar á […]
Síldarlóðningar frá hafnargarðinum og hálfa leið út að Bjarnarey

Feðgarnir Bragi og Sigurður notuðu blíðuna seinnipartinn í gær sjósettu Þrasa VE en bátinn hafa þeir alla jafna inni yfir há veturinn. Bragi segist hafa verið að fylgjast með hval og súlukasti fyrir vestan Eyjar og augljóst að mikið líf sé í sjónum eins og oft er á þessum árstíma. “Við tókum smá prufutúr eftir að við […]