Magnús Kjartan Eyjólfsson mun stýra Brekkusöngnum

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi mun stýra Brekkusöngnum í Herjólfsdal sunnudagskvöldið 1.ágúst. Magnús hefur um árabil verið einstaklega eftirsóttur trúbador samhliða því að spila með hljómsveit sinni vítt og breitt um landið við hin ýmsu tilefni og meðal annars komið fram á Þjóðhátíð óslitið síðan 2016. Boðið verður upp á lifandi […]

Slegist um undirskriftir

Einkennismyndir undirskriftalista

Fréttavefurinn Eyjar.net flutti fyrstur fréttir af því að ritstjóri miðilsins hefði efnt til undirskriftalista gegn ákvörðun þjóðhátíðarnefndar að afbóka Ingólf Þórarinsson, Ingó Veðurguð, sem einn af listamönnum Þjóðhátíðar í ár eins og Eyjafréttir greindu einnig frá. Nú hefur þó annar undirskriftalisti bæst við til stuðnings ákvörðunar nefndarinnar. Undirskriftalistinn upprunalegi kom í kjölfar yfirlýsingar þjóðhátíðarnefndar þess […]

Umdeildur undirskriftalisti

Ritstjóri Eyjar.net og fyrrverandi formaður þjóðhátíðarnefndar, Tryggvi Már Sæmundsson, tilkynnti í gær á fréttavef sínum að hann efndi til undirskriftalista til stuðnings Ingó Veðurguð. Markmiðið er að fá þjóðhátíðarnefnd til þess að endurskoða ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson sem einn af skemmtikröfum hátíðarinnar í kjölfar sögusagna um kynferðisofbeldi. Allir helstu vefmiðlar landsins hafa fjallað […]

“Það er eðlilegt að okkur svíði”

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er ein þeirra sem bættist við hóp gagnrýnenda hlaðvarpsins “Eldur og Brennisteinn” í gær. Eyjafréttir höfðu greint frá því að Elliði Vignisson, fyrrverandi bæjarstjóri sveitarfélagsins, hefði gagnrýnt ummæli í þættinum harkalega í færslu sinni sem bar titilinn “Nú er mál að linni!”. Ástæða gagnrýninnar voru ljót orð sem þáttastjórnendur hlaðvarpsins, […]

Undirskriftir fyrir Ingó

Ritstjóri vefmiðilsins Eyjar.net, Tryggvi Már Sæmundsson, hefur efnt til undirskriftasöfnunar vegna þeirrar ákvörðunar Þjóðhátíðarnefndar að afbóka Ingólf Þórarinsson, Ingó Veðurguð. Eins og fastagestum hátíðarinnar er kunnugt átti Ingó að stýra hinum vinsæla brekkusöng á sunnudagskvöldinu að vanda. Einnig hafði komið fram í tilkynningu fyrir helgi að Ingó yrði hluti af dagskrá laugardagsins þar sem hann […]

Komdu fagnandi til Eyja

Já, ég er Eyjamaður. Fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og nú 50 árum seinna finnst mér enn þá að ég hafi svolítið unnið í fæðingarstaðar-lottóinu. Á erfitt með að ímynda mér betri stað að alast upp á. Þeir sem komið hafa út Eyjar deila vafalítið með mér hughrifunum af náttúrunni þar, hughrif sem eldast ekki […]

Ingó ekki með brekkusönginn

Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu. (meira…)

Ingó “frumflytur” Þjóðhátíðarlagið sitt

Ingólfur Þórarinsson

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun gefast tækifæri til þess að “frumflytja” Þjóðhátíðarlagið sitt í Herjólfsdal þetta árið. Þetta kom fram í tilkynningu til Eyjafrétta. Venju samkvæmt verður Ingó þannig einn af listamönnum hátíðarinnar nú og líkt og undanfarin ár stýrir hann hinum geysivinsæla brekkusöng á sunnudagskvöldinu sem Árni Johnsen gerði ódauðlegan. En […]

Þjóðhátíðarlagið frumflutt í morgun (myndband)

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. Lagið ber heitið “Göngum í takt” og fjallar um eftirvæntinguna sem að kraumar inn í manni þegar að maður er að labba niður í dal, gegnum hliðið og heyrir í drununum úr brekkunni þegar þúsundir fólks hafa þjappað sér saman og hátíðin er byrjuð. Hreimur […]