Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. Lagið ber heitið “Göngum í takt” og fjallar um eftirvæntinguna sem að kraumar inn í manni þegar að maður er að labba niður í dal, gegnum hliðið og heyrir í drununum úr brekkunni þegar þúsundir fólks hafa þjappað sér saman og hátíðin er byrjuð. Hreimur fékk Vigni Snæ Vigfússon með sér í að pródúsera lagið. Magni, sem að söng með Hreim árið 2001 í Þjóðhátíðarlaginu Lífið er yndislegt, verður einnig með að þessu sinni ásamt Emblu Margréti 16 ára dóttur Hreims sem að syngur einnig í laginu.
Fleiri koma að laginu. Benedikt Brynleifsson spilar á trommur, Matthías Stefánsson spilar á fiðlu, Pálmi Sigurhjartarson spilar á harmonikku og Árni Þór Guðjónsson, Steini Bjarka, Benedikt Brynleifs og Vignir Snær mynda kórinn. Lag & Texti : Hreimur Örn Heimisson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst