Missti tennur á rafmagnshlaupahjóli

Vegfarandi á rafmagnshlaupahjóli frá fyrirtækinu Hopp slasaðist á föstudagskvöldið á Þjóðhátíð. Þetta kemur fram á fréttavef mbl.is sem átti í samtali við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar missti sá slasaði nokkrar tennur. Karl Gauti segir lögregluna eiga í góðu samstarfi við Hopp og að fyrirtækið sjái til þess að hjólin hægi á […]

Föstudagskvöldið í myndum

Mikill fjöldi fólks var samankominn í Herjólfsdal á fyrsta kvöldi hátíðarinnar og metur lögreglan í Vestmannaeyjum það svo að sjaldan hafi fleiri verið mættir á föstudegi á Þjóðhátíð. Emmsjé Gauti frumflutti þjóðhátíðarlagið í ár, brennan á Fjósakletti var tendruð og hátíðargestir nutu þess að dansa og syngja í samveru fjölskyldu og vina. Addi í London fangaði […]

Flest verkefni á borði lögreglu tengd ölvun

Mikil rigning setti svip sinn á dagskrá Þjóðhátíðar í gærkvöldi og nótt. Færra fólk var í brekkunni en á föstudagskvöldinu, en flestir voru þó vel búnir. Lögregla hafði í nógu að snúast og voru flest verkefni tengd ölvun. Fangageymslur voru fullar á tímabili, en gestum lögreglu fer fækkandi með morgninum, að því er fram kemur […]

Það sem börnin segja um Þjóðhátíð

Arnar Dan Vignisson    Aldur: 7 ára.  Fjölskylda: Mamma heitir Arndís og pabbi heitir Vignir, Ísak stóri bróðir, hann er í löggunni, og Arnaldur Sær litli bróðir. Svo eigum við hund sem heitir Perla. Ég á líka frænku sem heitir Dísella.  Hvað er Þjóðhátíð? Þegar allir tjalda og syngja í brekkunni og eru fram á […]

Tímabundin verslun 66° Norður hefur gengið vel

Húsnæðið að Bárustígi 9 hefur hýst tímabundna verslun 66° Norður frá því á goslokum en verslunin mun loka nú að Þjóðhátíðinni lokinni. Þar má finna vörur sem einnig má finna á útsölumörkuðum útifatnaðarrisans en þó einnig nýrri flíkur. Eyjafréttir heyrðu í eyjamærinni Esther Bergsdóttur, starfsmann í verslun. „Búðin hefur gengið mjög vel og hafa heimamenn og […]

Föstudagur í myndum

Setning á Þjóðhátíð Vestmannaeyja fór fram í gær í blíðskaparveðri. Addi í London var á staðnum og smellti þessum skemmtilegu myndum af gestum og gangandi. (meira…)

Handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds

Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Flest voru verkefnin tengd ölvun og gistu fimm fangageymslur. 15 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi og nótt og er einn aðili grunaður um sölu. Þá var einn aðili handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds, en hann var látinn […]

Myndband þegar brennan hrundi

Brenna var tendruð á Fjósakletti á miðnætti eins og löng hefð er fyrir. Fyrst er getið um brennu á Fjóskakletti árið 1929, en varðeldar í Herjólfsdal höfðu tíðkast á Þjóðhátíðum í smærri stíl frá árinu 1908. Brennan er einn af hápunktum Þjóðhátíðar og vinsælt myndefni í gegnum tíðina. Það er vel þekkt að brennan hrynur […]

Hvað segja spárnar um helgina?

Það lítur út fyrir ágætis veður og hægviðri yfir Þjóðhátíð um helgina ef marka má fjóra helstu veðurspár- og veðurfréttavefi sem Íslendingar eru duglegir að grípa í. Veðurspár fyrir klukkan 21:00 á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldið inn á síðu Veðurstofu Íslands, Belgingi, Bliku og norsku síðunni Yr.no voru bornar saman. Föstudagur 4. ágúst kl. 21:00 […]

Leiðakerfi strætó yfir Þjóðhátíðina

Gunnar Ingi Gíslason hjá Vikingferðum hefur birt leiðakerfi strætó yfir Þjóðhátíðina. Fram kemur að á daginn keyra bílarnir frá Herjólfsdal og í gegnum bæinn á 10 mínútna fresti, en á kvöldin færist keyrslan í gegnum íbúðahverfin. Það verða alltaf klárar rútur og strætóar fyrir utan tösku afgreiðslu Herjólfs til að skutla í Dalinn eða á […]