Áframhaldandi áhersla á framtíðarsýn Vestmannaeyjabæjar í skólamálum

Einar_gunn_barnask (1000 x 667 px) (3)

„Það eru spennandi tímar framundan. Við erum að fara í þessar breytingar að skipta skólanum í tvo skóla sem eru breytingar sem snerta nemendur eða foreldra lítið þannig séð. Breytingarnar felast helst í breyttum áherslum innanhús hjá okkur sem hafa lítil áhrif á upplifun foreldra og nemenda,” segir Einar sem er skólastjóri Barnaskóla.  „Við munum […]

Allir bekkir í Hamarsskóla komnir í Kveikjum neistann

„Komandi vetur leggst vel í okkur í  Hamarsskóla. Við erum þéttur og góður starfsmannahópur með bæði nýju og reynslumiklu starfsfólki. Framundan er að halda áfram með Kveikjum neistann, nú eru allir bekkir í Hamarsskóla komnir í verkefnið og mun skólinn þá einkennast af því,“ segir Anna Rós.   „Við viljum halda áfram því góða starfi sem […]

Tímamót hjá Grunnskóla Vestmannaeyja

Frá og með skólaárinu sem nú er að hefjast verða Hamarsskóli og Barnaskóli Vestmannaeyja reknir sem tvær rekstrareiningar í stað einnar. Þeir munu þó vinna saman áfram undir heitinu Grunnskóli Vestmannaeyja og verða áfram með sömu stefnur og áherslur. Skólinn var settur föstudaginn 23. ágúst og hófst kennsla samkvæmt stundaskrá á mánudaginn. Eyjafréttir heyrðu í Önnu Rós […]

Verðum að halda í það litla sem við höfum

„Það kom út mikið af skemmtilegum bókum núna í vor og sumar og það er búin að vera fín bóksala hérna. Fólk er sem betur fer enn að lesa,“ segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson. Skólarnir eru að byrja og skiptibókamarkaðurinn er kominn á fullt en þar er tekið á móti notuðum námsbókum sem kenndar eru […]

Ásta frá Hlíðardal lítur um öxl

„Sjómannadagurinn var alltaf hátíðlegur haldinn, tilhlökkunarefni fjölskyldunnar og mikið um að vera. Kappróður og koddaslagur við höfnina og yfirleitt viðraði þokkalega til útiveru. Það segir sína sögu að börnin okkar fengu jafnan ný föt fyrir sjómannahátíðina.   Þjóðhátíðin var samt stærsta samkoma sumarins en í minningunni var  ekki mikið tilstand 17. júní.   Auðvitað stendur þjóðhátíðin upp […]

Lét smíða fimm fiskibáta í Eyjum

Helgi Benediktsson (1899 – 1971) útvegsbóndi og kaupmaður var einn umsvifamesti athafnamaður Vestmannaeyja á síðustu öld. Hann kom fyrst til Vestmannaeyja árið 1919 og seldi hér kolafarm. Helga leist svo vel á Eyjarnar að hann ákvað að setjast hér að og hóf verslunarrekstur samhliða námi. Hann lauk námi frá Samvinnuskólanum vorið 1921 og flutti þá […]

Síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn

Óskar og Þóra

Óskar Matthíasson, skipstjóri, útgerðarmaður og margfaldur aflakóngur (1921-1992) réðist í það stórvirki árið 1959, ásamt Sigmari Guðmundssyni stjúpföður sínum, að láta smíða nýjan tæplega 100 tonna stálbát í Austur-Þýskalandi. Þeir höfðu áður gert út trébátinn Leó VE 294. Nýi báturinn fékk nafnið Leó VE 400 og varð mikið aflaskip. Hann varð þrisvar sinnum aflahæsti báturinn […]

Varð fyrsti starfskraftur Einars ríka

Endurminningar Jóns Stefánssonar á Stöðinni bregða upp ljósri mynd af harðri lífsbaráttu í Vestmannaeyjum á fyrri hluta síðustu aldar. Bæði mannlífi og aðstæðum fólks til sjávar og lands. Jón frá Fagurhól í Vestmannaeyjum kom víða við á ævinnu. Hann var strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, næturvörður, ritstjóri og loftskeytamaður og þekktur sem Jón á Stöðinni. Hann fæddist í […]

Það eina sem kom til greina

Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri á Heimaey VE 1 hefur verið til sjós frá unga aldri og í raun aldrei annan starfa haft en sjómennsku síðan hann lauk almennri skólaskyldu fyrir 47 árum síðan. Það er ekki á honum að heyra að hann sé farinn að leggja drög að starfslokum. Það er því ærin ástæða að […]

Á lífstíðarskútunni með Óskari á Frá

Tryggvi Sigurðsson er eins innmúraður Vestmannaeyingur og hægt er að hugsa sér, þó mamman sé úr Reykjavík. Borinn og barnfæddur Eyjamaður og leit þennan heim 21. janúar 1957. Mamman Ágústa Erla Andrésdóttir og pabbinn Sigurður Tryggvason, sonur Tryggva Gunnarssonar, Labba.   „Ég fékk strax meðbyr sem vélstjóri fyrir að vera barnabarn Labba á Horninu. Upphaflega ætlaði […]