Umdeilanleg örlög vörumerkisins Icelandic

Hólmasker ehf. í Hafnarfirði, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, selur handflakaða ýsu í stórum stíl á austurströnd Bandaríkjanna. Ýsan er að stórum hluta veidd af VSV-skipum.   Kaupandi ferskra og frystra ýsuflakanna vestra er kanadíska matvælafyrirtækið High Liner Foods, stærsti seljandi tilbúinna, frosinna sjávarrétta til stórmarkaða og þjónustufyrirtækja í veitingarekstri í Bandaríkjunum   Þessi viðskiptatengsl sköpuðust í samskiptum High Liner […]

Gæti orðið ein stoðin í kröftugu atvinnulífi Eyjanna

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]

Dögun vetnisaldar í augsýn

DÖGUN VETNISALDAR

Sprotafyrirtækið Grein Research hlaut viðurkenningu úr Nýsköpunarsjóði dr. Þorsteins Inga Sigfússonar prófessors við Háskóla Íslands (HÍ) og var hún afhent á hátíðarmálþingi í hátíðarsal HÍ sem haldið var til minningar um Þorstein Inga þann 4  júní sl. Þá voru liðin 70 ár frá fæðingu hans. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenning er veitt úr […]

Heimahöfn Eyjamanna á Facebook

Hópurinn Heimaklettur á Facebook telur nú tæplega 13.500 meðlimi eða rétt þrefalda íbúatölu Vestmannaeyja.  Flestir sem eru í hópnum búa á Íslandi en þar er einnig fólk sem býr erlendis og sumt langt í burtu eins og í Ástralíu. Hópurinn var stofnaður 18. júlí 2012 af Ólafi Guðmundssyni, sem oftast er kallaður Óli. Hann hefur […]

Breyting til hins betra og fram úr björtustu vonum

Eyþór Harðarson, er uppalinn Eyjamaður, fæddist í Ráðhúsinu 1963 sem var á þeim tíma sjúkrahúsið í Eyjum. Hann er lærður rafvirki og seinna rafmagnstæknifræðingur frá tækniskóla í Þýskalandi , kominn af mikilli golf fjölskyldu og fór holu í höggi fyrir fjórum árum á Fjósaklett á Vestmannaeyjavellinum. Er í dag útgerðarstjóri Ísfélags, fjórða stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins. […]

Framtíðin í sjávarútvegi er björt

Á þeim 50 árum sem Fréttir og síðar Eyjafréttir hafa starfað hafa bæði verið jákvæðar fréttir og neikvæðar í atvinnulífinu. Á stað þar sem sjávarútvegurinn skiptir öllu máli hafa skipst á skin og skúrir. Fyrirtækin í Eyjum sameinuðust í mikilli sameiningarhrinu áramótin 1991-1992, eftir erfið ár á níunda áratugnum. Sameiningar voru viðbrögð við samdrætti í […]

Vinnslustöðin er Eyjasamfélaginu mikilvæg

Vinnslustöðin er einn stærsti, ef ekki stærsti, vinnuveitandi í Eyjum.  Alls vinna hjá félaginu 460 manns, þar af um 380 í Vestmannaeyjum.  Félagið velti 33 milljörðum á síðasta ári.  Það er því augljóslega mikilvægur hlekkur í sterkri keðju Eyjanna.  Allir sem þekkja eitthvað til Eyjanna, þekkja til Vinnslustöðvarinnar.  Við fengum Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binna í […]

Þjónusta fyrirtæki innanlands og utan

Í kófinu opnuðust augu margra fyrir möguleikum fjarvinnu. Kom það ekki til af góðu, fjöldatakmarkanir, boð og bönn og lokanir sem settu skorður á rekstur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Fjarvinna var ekki ný af nálinni en til að bjarga því sem bjargað varð byrjaði fólk að vinna heima. Það gafst vel og hefur […]

Einstök

Alþjóðlegi dagur Down Syndrome er í dag fimmtudag 21. mars og er fólk meðal annars hvatt til þess að vera í ósamstæðum sokkum til að fagna fjölbreytileikanum. Við birtum af því tilefni viðtal sem Sindri Ólafsson tók við þau Önnu Ester Óttarsdóttur og Grétar Þór Eyþórsson fyrir 4. tölublað Eyjafrétta. Þeim Önnu Ester Óttarsdóttur og […]

Ég vildi að allir gætu lifað eins og Íslendingar

Viðtalið hér að neðan var tekið í desember og birtist í jólablaði Eyjafrétta 21. desember. Tetiana Cohen flutti til Vestmannaeyja ásamt syni sínum Dimitri í mars á síðasta ári. Þau mæðgin kunna ákaflega vel við sig í Vestmannaeyjum en aðdragandi þessara flutninga þeirra var þó allt annað en ánægjulegur. Þau mæðgin komu hingað frá úkraínsku […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.