Kvenfélagið Heimaey fyllir 70 ár

Kvenfélagið Heimaey hélt í dagsferð til Eyja sl. 10. júní auk þess að afhenda fimm bekki sem settir voru upp í sambandi við verkefnið „Brúkum bekki” sem er samfélagsverkefni Félags sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Þær Anna Hulda Ingadóttir og Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, ásamt Félagi sjúkraþjálfara og Vestmannaeyjabæ, sáu til þess að verkefnið […]

„Vildi að ég gæti gert þetta hundrað milljón sinnum” 

Það var hinn níu ára gamli Alex Óli Jónsson sem bar sigur af hólmi í  Söngvakeppni barnanna í flokki 9 til 12 á Þjóðhátíð í ár. Alex Óli söng sig inn í hjörtu þjóðhátíðargesta með laginu „Lítill drengur” eftir Magnús Kjartansson og Vilhjálm Vilhjálmsson. Í yngri flokki voru það Eyjastúlkurnar Margrét Perla Bragadóttir og Saga […]

Eyjamaðurinn í opnum faðmi Surtseyjar

Ágúst Halldórsson er Eyjamaðurinn í síðasta blaði Eyjafrétta. Vann sér það til frægðar að enda í Surtsey eftir að hafa lent í sjávarháska á kajak. Umhverfisstofnun umhverfðist og kærði og á Ágúst nú yfir sér allt að tveggja ára fangelsi. Hér er hann í einlægu spjalli: Fullt nafn: Ágúst Halldórsson Fjölskylda: Sonur Guðbjargar í bankanum og Dóra […]

Menn óðu hér eld og brennistein fyrir samfélagið 

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin fyrstu helgina í ágúst árið 1973 eins og löng hefð er fyrir. Hún fór þó ekki fram í Herjólfsdal eins og að vanda, að þessu sinni var ekki unnt að halda hana í Herjólfsdal vegna ösku sem lá yfir dalnum enda eldgos nýafstaðið á Heimaey. Þrátt fyrir gosið var ákveðið að […]

Uppgræðslan gerði Heimaey byggilega

Gríðarlegt vikurfok í kjölfar eldgossins 1973 olli tjóni á húsum, bílum og gróðri á Heimaey. Ástandið var svo slæmt sums staðar að fólk íhugaði að flytja burt. Ýmislegt var reynt til að hefta fokið en árangurinn lét á sér standa. Haustið 1975 sendi Gísli J. Óskarsson kennari Viðlagasjóði tillögur að uppgræðslu vikursvæðanna. Þær voru samþykktar, […]

Sjávarútvegsskóli unga fólksins í Vestmannaeyjum

Sjávarútvegsskóli unga fólksins var kenndur í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið. Tveir leiðbeinendur komu til Eyja til þess að hafa umsjón með kennslunni. Önnur þeirra var eyjakonan Katla Snorradóttir en með henni í för var Guðdís Benný Eiríksdóttir. Sjávarútvegsskóli unga fólksins var stofnaður árið 2013 af Síldarvinnslunni en Háskólinn á Akureyri tók við rekstrinum árið […]

Nýr yfirlögregluþjónn í Helgafelli

Í húsinu Helgafell sem stendur utan byggðar við jaðar Helgafells búa nú hjónin Stefán Jónsson og Þórunn Pálsdóttir. Bæði eru þau borin og barnfædd í Eyjum en fluttu á sínum tíma í Kópavoginn vegna náms. Stefán er sonur Sigríðar Högnadóttur, eða Sísí í TM, og Jóns Stefánssonar. Stjúpfaðir Stefáns er Haukur Hauksson. Þórunn er dóttir […]

Það sem börnin segja um Þjóðhátíð

Arnar Dan Vignisson    Aldur: 7 ára.  Fjölskylda: Mamma heitir Arndís og pabbi heitir Vignir, Ísak stóri bróðir, hann er í löggunni, og Arnaldur Sær litli bróðir. Svo eigum við hund sem heitir Perla. Ég á líka frænku sem heitir Dísella.  Hvað er Þjóðhátíð? Þegar allir tjalda og syngja í brekkunni og eru fram á […]

Framleiða hágæða vörur úr rækjuskel

Primex ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki á Siglufirði og nú dótturfélag Ísfélagsins. Það hóf framleiðslu árið 1999 með það að markmiði að nýta þá rækjuskel sem til féll hjá rækjuverksmiðjum landsins og áður hafði verið hent í sjóinn. Kítósan eru græðandi lífvirkar trefjar í vörum Primex sem unnar eru úr fjölsykrunni kítín sem má finna í […]

Sjómannadagur í skugga eldgossins

Hátíðarhöld í Vestmannaeyjum á sjómannadag 3. júní 1973 voru látlaus enda eldgosið enn í gangi og allt á kafi í vikri. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, sem þá var gjaldkeri Sjómannadagsráðs, segir að Jóhannes Kristinsson formaður ráðsins hafi verið mjög ákveðinn í að athöfnin við minnisvarðann um hrapaða og drukknaða félli ekki niður. Tvær leiguflugvélar flugu með […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.