Áttu von á meiru en þakka fyrir þó þetta

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð um veiðar á loðnu föstudaginn 5. febrúar sl. Eftir mælingar á loðnustofninum í lok janúar veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 127.300 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021. Er það aukning um 66.300 frá fyrri ráðgjöf. Þá var ákveðið að freista þess að ná nýrri […]

Maður gefst ekkert upp

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að aurskriður féllu á Seyðisfirði í síðasta mánuði. Skriðurnar féllu á byggð í bænum og ollu miklu tjóni og hafa skapað óvissu um framtíðarbúsetu á svæðum í bænum. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýstu yfir hættustigi á Seyðisfirði sem er enn í gildi […]

Nýtt björgunarskip væntanlegt á næsta ári

Samningur var undirritaður fyrr í þessum mánuði þess efnis að ríkið mun veita Landsbjörgu allt að 450 milljóna króna framlag til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023. Þar að auki var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. Samkomulagið og viljayfirlýsingin byggjast á tillögum starfshóps um eflingu björgunarskipa […]

Þetta eru fallegustu lög í heimi

Útgáfutónleikar disksins Heima fóru fram í Salnum Kópavogi á laugardaginn. Þar fluttu Eyjakonurnar Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari sönglög ástsælasta tónskálds Eyjamanna Oddgeirs Kristjánssonar fyrir „fullu“ húsi. Silja Elsabet sagði í samtali við Eyjafréttir hafa verið mjög spennt fyrir þessum tónleikum „Ég kom síðast fram fyrir áhorfendur á goslokahátíðinni í sumar og […]

Ótrúlega gaman að taka þátt og upplifa drauminn

EYJAMAÐURINN Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson þreytti frumraun sína með A-landsliðinu á stórmóti í Egyptalandi nú í janúar. Elliði sem er 22 ára leikmaður Gummesbach í Þýskalandi tók þátt í öllum sex leikjum Íslands í mótinu og lék stórt hlutverk bæði í vörn og sókn. Frammistaða Elliða í íslenskuvörninni hefur vakið verðskuldaða eftirtekt. Elliði Snær er […]

Hefur ekki áhyggjur af því hvað öðrum finnst

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir stendur í ströngu þessa dagana en eins og við höfum áður greint frá opnaði hún nýja fataverslun við Vestmannabraut 37 nú í desember. Þóra Hrönn selur eingöngu notuð föt, en Þóra er mikil áhugamanneskja um endurvinnslu og bætta nýtingu. Verslunin heitir Kubuneh en það er nafnið á þorpi í Gambíu þar sem […]

Hef aldrei kunnað að segja nei

Hótelstjórinn Magnús Bragason, Maggi Braga, er fæddur árið 1965. Hann er giftur Öddu Jóhönnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjá syni, þá Daða, Braga og Friðrik. Magnús hefur frá unga aldri starfað fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum og er hvergi nærri hættur. Magnús er handhafi fréttapýramídans árið 2020 fyrir framlag til íþróttamála í Vestmannaeyjum. Klettapeyjar „Mín fyrsta […]

Mitt ráð er lærið þið vel

EYJAMAÐURINN Tuttugu og fjórir útskrifuðust frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. desember síðastliðinn. Athygli vakti að í fyrsta skipti í langan tíma voru karlkyns stúdentar í meirihluta. Þar á meðal var dúx skólans Kristófer Tjörvi Einarsson sem útskrifaðist með meðaleinkunina 9.0. Hann er því Eyjamaðurinn að þessu sinni. Nafn: Kristófer Tjörvi Einarsson . Fæðingadagur: 30. […]

Karrýskankar, kartöflumöffins og ostabollur

MATGÆÐINGURINN   Veit ekki hvort ég get þakkað Öllu Hafstein fyrir að skora á mig. Ég er mikill matgæðingur en á erfitt með að fylgja eftir uppskriftum bæti oftast og breyti þeim. En ég vík mér ekki undan því og sendi inn þessar uppskriftir. Lambaskankar í rauðu karrý 4-5 lambaskankar Krukka af rauðu karrýmauki. Dós […]

Villa í jólakrossgátu Eyjafrétta

Glæsilegu jólablað Eyjafrétta kom út í dag og hefur verið dreift til áskrifenda. Meðal efnis í blaðinu er hin árlega Jólakrossgáta Eyjafrétta í umsjá Sigurgeirs Jónssonar. Hins vegar voru gerð mistök við uppsetningu á henni í blaðinu. Þrjár vísbendingar vantaði í lóðrétta dálkinn: Sú sem er kramrauð er seld þar sem er einhvers konar sölutorg […]