Björgun gat ekki mannað dýpkunarskip

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Ríkisstyrktu vetrarflugi til Vestmannaeyja var hætt í lok mars. Samkvæmt Vegagerðinni var ekki fjármagn til að halda því áfram. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa ítrekað mikilvægi þess að flugið yrði út apríl þar sem dýpið fyrir Herjólf er ekki fullnægjandi á rifinu og þarf að […]

Flugið framlengt út mars

Nú um mánaðamót rennur út samningur Vegagerðarinnar við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja. Nú hefur verið tryggt að ekki verði rof á þjónustunni og flogið verði út mars. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni rétt í þessu við Eyjafréttir. “Það er búið að semja við Mýflug um flugið út mars mánuð. Þjónustan […]

Landeyjahöfn á réttum stað

Að byggja höfn á útsettri sandströnd er ekki sjálfsagt mál. Af þeirri ástæðu hefur mest alla Íslandssöguna verið hafnleysi frá Höfn í Hornafirði allt vestur til Þorlákshafnar. Eigi að síður var ráðist í að byggja höfn á ströndinni gegnt Vestmannaeyjum til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Ljóst er að tilkoma Landeyjahafnar hefur gjörbylt […]

Ráðherra og vegamálastjóri mæta á íbúafund

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar hafa samþykkt að sitja íbúafund í Vestmannaeyjum þar sem samgöngumálin verða á dagskrá. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í gær þar sem rætt er við Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra. „Mér var falið að óska eftir því að innviðaráðherra, vegamálastjóri og aðrir fulltrúar Vegagerðarinnar myndu koma á íbúafund […]

Aðstæður til dýpkunar í Landeyjahöfn krefjandi í vetur

Árið 2023 voru fjarlægðir 340 þúsund rúmmetrar af sandi í og við Landeyjahöfn sem er hundrað þúsund rúmmetrum meira en árið 2022. Þrátt fyrir það hefur Landeyjahöfn verið ófær að hluta eða öllu leiti, vegna dýpis eða veðurs, 134 daga árið 2023 samanborið við 108 daga árið á undan. Skýringin felst í mun meiri efnissöfnun […]

Helgafellsbraut tímabundið lokuð við Eldheima

Stefnt er að því að tengja fráveitu frá Suðurgerði inn á fráveitulögn sem er undir Helgafellsbraut. HS-veitur koma til með að þvera Helgafellsbraut til að koma með innvið inn í Suðurgerði. Áætlað er að fara í þetta miðvikudaginn 6. september og getur tekið 2-3 daga. Framkvæmdarsvæðið er rauðmerkt og appelsínugulur skilgreinir lokun. (meira…)

Suðurlandsvegur malbikaður í dag

Í dag frá klukkan 9:00 til 23:00 á að malbika Hringveg við Gaulverjabæjarveg. Hringvegi verður lokað til austur við Gaulverjabæjarveg og umferð á leið til vesturs ekur meðfram vinnusvæði. Þeir sem eiga leið úr bænum til Landeyjahafnar eða austur aka því hjáleiðina sem er um Gaulverjabæjarveg, Önundarholtsveg og Villingaholtsveg. (meira…)

Strætó til Landeyja á 5.700 krónur

Vegagerðin hefur ákveðið að hækka fargjöld í Strætó á landsbyggðinni. Stakt fargjald fer úr 490 kr. í 570 kr., sem er hækkun um 16,3%. Þetta er gert í samræmi við hækkanir á gjaldskrá hjá Strætó bs. og taka breytingarnar gildi þann 1. júlí nk. Í dag kostar 4.900 kr. fyrir fullorðna að ferðast með Strætó […]

Þekking og reynsla hefur tapast með tíðum mannabreytingum

Innviðaráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að hefja viðræður við Vestmannaeyjabæ um mögulega endurnýjun rekstrarsamnings þar sem greindir verða kostir þess að fela Herjólfi ohf að vera áfram með siglingar milli lands og eyja. Félagið er í eigu Vestmannaeyjabæjar og núverandi samningur gildir til 1. október. Vestmannaeyjabær er búinn að skipa viðræðunefnd af hálfu bæjarins og var […]

Dýpkun gengur vel

Herjólfur hefur síðustu daga þurft að sigla eftir sjáfarföllum vegna þess að dýpi hefur ekki verið nægjanlegt til að halda fullri áætlun. Dýpkun hófst í vikunni og hefur gengið vel að sögn Sólveigar Gísladóttur sérfræðings hjá Vegagerðinni. “Jú, það hefur gengið vel. Þeir byrjuðu á mánudaginn klukkan átta og klukkan sjö í morgun var búið […]