Nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn

Samþykkt var í bæjarráði að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Vestmannaeyja. Um er að ræða reit sem afmarkast af Miðstræti í norðri, Bárutíg í vestri, Vestmannabraut í suðri og Kirkjuvegi í austri. Gert er ráð fyrir nýrri götu með einstefnu í norður frá Vestmannabraut að Miðstræti, og mega spekingar byrja að spá fyrir um nýtt […]

5 lausar lóðir til umsóknar

Vestmannaeyjabær auglýsir lausar til umsóknar lóðir við Hvítingaveg 7-13 og Skólaveg 21c Vestmannaeyjabær auglýsir lausar til umsóknar lóðir við Hvítingaveg 7-13 og Skólaveg 21c á breyttu deiliskipulagssvæði miðbæjar, Hvítingavegur og Skólavegur. Um er að ræða 4 lóðir fyrir einbýlishús við Hvítingaveg og eina fyrir tvíbýli sunnan við Alþýðuhúsið. Lóðirnar við Hvítingaveg eru 272 m2 að […]

Breyta klukkunni í Vestmannaeyjum

Reglulega hefur komið til umræðu að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund til að færa hana nær sólartíma og samræma betur líkamsklukku Íslendinga. Erna Sif Arnardóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík (HR) og forstöðumaður Svefnseturs HR, segir að niðurstöður svefnrannsókna bendi eindregið til að það myndi hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif að seinka klukkunni um […]

Hafðu áhrif á umhverfið

IMG 20201101 121245

Vestmannaeyjabær í samstarfi við Rótarýklúbb auglýsir eftir tilnefningu til Umhverfisverðlauna 2022 og efnir til Umhverfisviku. Þú getur tilnefnt: -Snyrtilegasta fyrirtækið -Snyrtilegasta garðinn -Snyrtilegustu eignina -Vel heppnaðar endurbætur -Framtak á sviði umhverfismála Tilnefningar berist á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is. (meira…)

Hátíðardagskrá 17. júní

Hátíðardagskráin þann 17. júní 2022. 9:00 Fánar dregnir að húni í bænum 11:00 Hraunbúðir Fjallkonan – Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja 11:00 Skátamessa í Landakirkju Séra Viðar Stefánsson þjónar Skátar segja frá hreyfingunni og upplifun sinni að vera í Skátunum. Skátasöngvar sungnir. 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman […]

Íris ráðin bæjarstjóri á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýbyrjuðu kjörtímabildi fór fram í hádeginu í dag. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn stýrði fundinum í byrjun. Kosið var í ráð og nefndir og er Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri.  Tvö mál tóku mestan tíma á […]

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í hádeginu

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu, Safnahúsi, í dag,  9. júní og hefst hann kl. 12:00. Á dagskrá er kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara. Líka verður kosið í ráð, nefndir og stjórnir og þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar ákveðin. Loks er það ráðning bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar eru […]

Fasteignamat hækkar um 10,3%

Þjóðskrá Íslands hefur birt endurreiknað fasteignamat fyrir 2023. Matið er gert á hverju ári og miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2022 og tekur gildi 31. desember 2022. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár. Fasteignamat á Íslandi hækkar að meðaltali um 19,9%, en í fyrra nam hækkunin einungis 7,4%. Í Vestmannaeyjum hækkar fasteignamat um 10,3% […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Nú í kvöld var haldinn kynningarfundur á fyrirhugaðri starfsemi Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Viðlagafjöru auk þess sem Vestmannaeyjabær kynnti tillögur á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna verkefnisins.  Hrafn frá ILFS fór vel yfir markmið og sýn fyrirtækisins og þá ákvörðun hvers vegna Vestmannaeyjar væru góður kostur. Kom þar meðal annars fram að […]

Sumarfjörið verður á sínum stað í sumar

Sumarfjörið með tilheyrandi leikjum, fjöri og sprelli verður í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vef Vesgmannaeyjabæjar en skráning fer fram í maí. Það skiptist í þrjú tveggja vikna tímabil og hefst fyrsta tímabilið um leið og skóla lýkur. Foreldrar geta valið tíma fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn. Líkt og áður verður […]