Fundað um innanlandsflug í Vestmannaeyjum

Aðalfundur Isavia Innanlandsflugvalla var haldinn í Vestmannaeyjum föstudaginn 12. mars. Þann sama dag funduðu Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla og stjórn félagsins, þau Matthías Imsland stjórnarformaður og meðstjórnendur Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Eva Pandora Baldursdóttir, með Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, bæjarstjórn og ferðamálasamtökum Vestmannaeyja. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sat fundinn einnig. […]

Athugasemd við athugasemd!

Vegna athugasemda heilbrigðisráðuneytisins sem birtar voru á vef Stjórnarráðsins í gær vilja bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri: Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því […]

Athugasemd við yfirlýsingu tveggja bæjarstjóra um hjúkrunarheimili

Bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar sendu í dag frá sér yfirlýsingu varðandi rekstur hjúkrunarheimila í bæjarfélögunum. Í tilkynningunni koma fram rangfærslur sem heilbrigðisráðuneytið leiðréttir hér með. Eins og komið hefur fram í tilkynningum frá ráðuneytinu sögðu þessi sveitarfélög upp samningum sínum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur hjúkrunarheimila og var í kjölfarið ákveðið að heilbrigðisstofnanir í […]

Vestmannaeyjabær og Fjarðabyggð neydd til hópuppsagna

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa fjögur sveitarfélög á landsbyggðinni þurft að greiða mörg hundruð milljóna króna með rekstri dvalar- og hjúkrunarheimila, starfsemi sem er á ábyrgð ríkisins að fjármagna. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akureyri, Vestmannaeyjar, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð. Umrædd sveitarfélög eru öll með samninga við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur dvalar- […]

Sendiherra og konsúll Póllands í heimsókn til Vestmannaeyja

Markmiðið með heimsókninni er að auka þjónustu í heimahéraði fyrir pólskættaða íbúa Vestmannaeyja. Greinileg þörf er fyrir slíkri heimsókn þar sem allt að 20 manns skráðu sig til þess að sækja um vegabréf og leita úrlausnar annarra mála sem sendiráðið getur leyst. Sendiherrann, Gerard Pokruszyński, hefur komið nokkrum sinnum áður til Eyja, m.a. til að […]

Stefnt á að lagningu ljósleiðara ljúki í lok árs 2024

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn fimmtudag, 25. febrúar, fór bæjarstjóri yfir minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmanni tölvudeildar um stöðu undirbúnings ljósleiðaraverkefnis í þéttbýli Vestmannaeyja. „Verkfræðistofan Efla hefur annast hönnun og sérfræðiráðgjöf. Hafin er gagnasöfnin sem nýtast mun verkefninu. Þéttbýlishluti verkefnisins er ekki styrkhæfur og verður því fjármagnaður af hálfu sveitarfélagsins. Fjarskiptafyrirtæki hafa lýst […]

Frítt í sund G-vítamíni dagsins

Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög úti um allt land og Vestmannaeyjabær þar á meðal frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er „hreyfðu þig daglega“. Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd! Tímarnir hafa breyst. Kyrrseta er orðin […]

Allir út að ganga!

Nú hækkar sól á lofti. Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar hefur undanfarið unnið að gerð gönguleiða síðu fyrir Vestmannaeyjabæ og hefur síðan nú verið birt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Gönguleiðasíðuna má finna undir flipa merktum Mannlíf efst á síðunni. Nú eru birtar 9 gönguleiðir og er vonast til að fleiri gönguleiðum verði bætt við síðuna með vorinu, […]

Vestmannaeyjabær er í fyrsta sæti þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða

IMG 20201101 121245

Niðurstöður könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2020 voru kynntar á fjar íbúafundi síðdegis í dag. Eru niðurstöður könnunarinnar mjög jákæðar varðandi þjónustu Vestmannaeyjabæjar. Vestmannaeyjabær er efst þeirra 20 stærstu sveitarfélaga landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti þegar kemur að þjónustu við eldriborgara, þjónustu leikskóla, […]

Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar

Í dag verður haldinn íbúafundur um niðurstöðu þjónustukönnunar Gallups með fjarfundarbúnaði Zoom. Fundurinn hefst kl. 17:30. Fundurinn fer í loftið klukkan 17:15 og verður hægt að fylgjast með honum á tvo vegu: Annars vegar í gegnum Zoom, en þar gefst þátttakendum tækifæri að fylgjast með kynningunni og taka þátt í umræðum á umræðuborðum. Hins vegar […]