Gert ráð fyrir söluvögnum við Vigtartorg.
Meðal þess sem var á dagskrá fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku voru uppfærðar reglur um götu- og torgsölu í Vestmannaeyjum. Lagðar voru fram uppfærðar reglur um götu og torgsölu í Vestmannaeyjum þar sem m.a. er gert ráð fyrir söluvögnum við Vigtartorg. Ráðið samþykkir breyttar reglur og erindinu vísað til bæjarstjórnar. Uppfærðar reglur má sjá […]
Æfir breikdans á Vigtartorgi (myndband)
Vegfarendur um Vigtartorg seinnipartinn í gær ráku upp stór augu þar sem ungur maður æfði breikdans. Þar var á ferðinni Moritz Schmid sem er búsettur í Vestmannaeyjum um þessar mundir til þess að vinna á Slippnum. Hann sagði í samtali við blaðamann Eyjafrétta að hann hafi æft breikdans í rúm fjögur ár og Vigtartorgið væri […]
Framkvæmdir halda áfram við Vigtartorg
Framkvæmdir við Vigtartorg voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á Vigtartorgi. Fram koma að undirstöður fyrir siglutré erum komnar, búið er að panta leiktæki og verið er að hanna lagnaleiðir í jörðu. Arkitekt er að teikna yfirborðaefni og farið verður í að leggja það fyrir […]
Engir sölubásar við Vigtartorg í sumar
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði á mánudag meðal þess sem var til umræðu voru stöðuleyfi við Vigtartorg. Vegna framkvæmda við Vigtartorg sumar 2021 er ekki hægt að úthluta stöðuleyfum á torginu í sumar. Skipulags-og umhverfisfulltrúi kynnir fyrir ráðinu hvaða svæðum er hægt að úthluta fyrir stöðuleyfi í tengslum við ferðarþjónustu sumarið 2021. Ráðið fól skipulags- […]
Framkvæmdir hafnar á Vigtartorgi
Framkvæmdir hófust í vikunni við breytingar á Vigtartorgi en hönnun svæðisins var kynnt á fundi framkvæmda og hafnarráðs í janúar. Það er Verkfræðistofan Efla sem vann hönnunina þar má meðal annars finna yfirbyggt útisvið, sölubása, legubekki, fjölbreytt leiktæki, sögutorg um hina ýmsu atburði í Vestmannaeyjum og margt fleira. Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar hafa unnið að því að […]
Eftirspurn á Vigtartorgi
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni til afgreiðslu lágu umsóknir af ýmsum toga. Þrír aðilar sóttu um stöðuleyfi á Vigtartorgi um er að ræða leyfi frá 1. maí til 30. sept. 2020. Þeir sem sóttu um voru Óttar Steingrímsson f.h. Island Adventure, Egill Arnar Arngrímsson f.h. Stakkó ehf og Haraldur Geir Hlöðversson f.h. Seabirds […]
Yfirbyggt útisvið, sölubásar, legurbekkir og leiktæki á Vigtartorg
Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær var kynnt hönnun á Vigtartorgi frá Eflu. Ráðið samþykkir að hefja framkvæmdir í samræmi við fjárhagsáætlun. Tekið er fram í fundargerð að verkið sé umfangsmikið og nauðsynlegt að áfangaskipta því. Ólafur Þór Snorrason sagði í samtali við Eyjafréttir að hönnunin væri spennandi en um tillögu að ræða og […]