Grunur um COVID-smit í Kap II

Vísbendingar eru um COVID-smit í áhöfn Kap II og þess vænst að niðurstöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða einhverju öðru. Skipið var að veiðum þegar grundsemdir vöknuðu um veirusmitið. Það kom til Grundarfjarðar í morgun og tekin voru sýni sem fá flýtimeðferð í rannsókn. […]

Varla hægt að tala um humarvertíð

„Það er varla hægt að tala um humarvertíð vegna þess að við erum að veiða þennan humar fremur í vísindaskyni en atvinnuskyni. Þetta snýst fyrst og fremst um það að yfirgefa ekki miðin heldur að reyna að veiða þetta litla magn sem má veiða og fara þá vítt og breitt um miðin. Það er afar […]

Um eignarhaldsmál Vinnslustöðvarinnar – að gefnu tilefni

Greint er frá því í fréttum að ítrekuð sé beiðni hóps alþingismanna um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefi Alþingi skriflega skýrslu um „eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi“.  Skýrslubeiðendur eru Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og fleiri. Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um fjárfestingar útgerðarfélaganna í „félögum sem ekki hafa útgerð með […]

Drangavíkin vélarvana

Dranga­vík VE-80, ísfisk­tog­ari Vinnslu­stöðvar­inn­ar, varð vél­ar­vana á mánu­dag­inn. Brynjólfur VE-3, frystitogari Vinnslustöðvarinnar, dró Drangavík í land er hún var á veiðum austan við Vestmannaeyjar. Blaðamaður hjá 200 Mílum Mbl.is náðu tali af Sig­ur­geiri Brynj­ari Krist­geirs­syni, fram­kvæmda­stjóra VSV: „Það varð tjón á vél­inni. Þannig að þetta er senni­lega tals­vert mikið tjón. Véin hef­ur skemmst tals­vert, það […]

Drangavík gerð klár til veiða á sólríkum sumarmorgni

Drangavík VE og Brynjólfur VE sögðu skilið við humarinn um mánaðarmótin og bjuggu sig undir nýjan kafla í veiðiskap. Áhafnirnar skiptu um veiðarfæri og lagt var úr höfn á áliðnum sunnudegi í lok goslokahátíðar til að sækja fisk til vinnslu; þorsk, ýsu, karfa, löngu, skötusel og annað það sem hafnar í trollinu. Ufsi er samt […]

Nýbakaðir sjávarútvegsfræðingar ráðnir til starfa í Vinnslustöðinni

Hallgrímur og Dagur

„Vinnslustöðin var alltaf fyrsti kostur sem vinnustaður enda var ég í góðu sambandi við hana á námstímanum og lokaverkefnið tengdist fyrirtækinu,“ segir Dagur Arnarsson, nýútskrifaður úr sjávarútvegs- og viðskiptafræðum frá Háskólanum á Akureyri og nú fastráðinn starfsmaður VSV. Annar nýútskrifaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri, Hallgrímur Þórðarson, er líka kominn í fast starf hjá Vinnslustöðinni. […]

Fátt um makríl í köldum sjó

„Við höfum leitað á Kap og Hugin að makríl sunnan við Eyjar og þaðan til austurs og vesturs en sjáum ekkert nema nokkurt átulíf. Sjórinn er frekar kaldur, átta til níu gráður við yfirborðið. Makrílinn er ofboðslega dreifður þegar hann kemur upp að landinu og erfitt að sjá hann. Við erum líka snemma á ferðinni […]

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á skipum fyrirtækjanna og skerpa á vitund og árvekni skipverja í þeim efnum. Verkefnið hófst mánudaginn 10. maí og stendur yfir í fimm vikur. Kallað er eftir því að hver og einn skipverji skrái í sérstakt atvikaskráningakerfi […]

Góðs viti að sjá smáan humar í fyrsta afla sumarsins

„Humarveiðin fer betur af stað en við þorðum að vona og ánægjulegast er að sjá líka smáan humar í aflanum. Hrun humarstofnsins stafaði af bresti í nýliðun og vonandi boðar þessi smáhumar betri tíð fyrir stofninn. Látum samt vera að draga víðtækar ályktanir af slíkum vísbendingum,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV. Vinnslustöðvarskipin Drangavík VE og Brynjólfur […]

Stutt en snörp kolmunnalota

Síðari hálfleikur snarprar kolmunnalotu hófst í morgun í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar þegar byrjað var að landa 1.950 tonnum úr Ísleif til bræðslu. Kap kom til hafnar skömmu síðar með 1.500 og bíður löndunar og Huginn er á heimleið líka af miðunum sunnan Færeyja með 1.900 tonn. Skipin eru öll að koma úr öðrum túr sínum á […]