Kvennalið ÍBV í handbolta tekur á móti efsta liði N1 deildarinnar, Fram í kvöld í Eyjum en leikur liðanna hefst klukkan 18:00. Framliðið hefur verið á mikilli siglingu í vetur en liðið er í harðri baráttu við Val um efsta sætið. ÍBV er hins vegar í þriðja sæti með 16 stig, átta stigum á eftir Fram og Val sem eru bæði með 24 stig. Toppliðin tvö hafa hins vegar bæði leikið 13 leiki en ÍBV aðeins 12.