Allt Slökkvilið Vestmannaeyja réðist gegn eldinum, gekk slökkvistarf vel og hjálpaði til að veður er gott í Vestmannaeyjum. Eldurinn var í gamalli yfirbyggðri þró þar sem m.a. eru geymd fiskikör. Mikinn eld og reyk lagði upp af þrónni þegar verst lét. Eldurinn í læsti sig í þakið en sjálft verksmiðjuhúsið var aldrei í hættu. Hefði vindurinn staðið á sjálfa verksmiðjuna hefði getað farið illa en þrátt fyrir það er ljóst að tjón er umtalsvert.
Samkvæmt upplýsingum lögreglumanns var fyrr í kvöld tilkynnt um eld í Fiskiðjunni sem þarna er rétt hjá. Fiskiðjan er ekki notuð í dag og var eldurinn á gólfi í sal og var enginn hætta af honum. Vekur þetta grun um að um íkveikju sé að ræða.
Eldurinn í loðnubræðslunni vöktu upp slæmar minningar hjá Eyjamönnum því nú eru rétt sex ár frá því frystihús Ísfélgsins brann til kaldra kola. �?að var 9. desember 2000. �?etta er annað brunatjónið hjá Ísfélaginu á þessu ári því í vor kviknaði í uppsjávar- og vinnsluskipinu Guðmundi VE þar sem unnið var að endurbótum á skipinu í Póllandi. Guðmundur er væntanlegur til Eyja núna fyrir jól.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst