Karlalið ÍBV mætti Gróttu í Lengjudeildinni á Hásteinsvelli nú fyrr í kvöld. Um var að ræða leik í 11. umferð deildarinnar.
Hegi Sigurðsson refldi fram sama byrjunarliði og í síðasta leik, sem var 1-0 útisigur gegn Þrótti, en fyrir leikinn í kvöld hafði ÍBV liðið sigrað fimm leiki í röð.
Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og sóttu mikið en um miðbik fyrri hálfleiks róaðist leikurinn og hvorugt liðanna sköpuðu sér hættuleg færi. Staðan 0-0 í hálfleik.
Grótta komst yfir á 54. mínútu með marki frá Alex Sigurðarsyni. Eyjamönnum tókst ekki að jafna leikinn og tap því staðreynd á Hásteinsvelli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst