Boltinn er farinn að rúlla aftur hjá stelpunum í Olís deildinni. Um helgina fór fram heil umferð í deildinni. Þrír í gær og umferðinni lauk svo í dag þegar ÍBV tók á móti ÍR. Gestirnir komust yfir í lok fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 15-13 fyrir ÍR.
ÍR sem aðeins hafði unnið einn leik er kom að leiknum í dag hélt svo forystunni og náði í stigin tvö til Eyja í dag. Lokatölur 23-26. Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá ÍBV í dag með átta mörk. Með sigrinum fór ÍR upp fyrir ÍBV í deildinni. Liðin eru jöfn að stigum en ÍR með betri markatölu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst