Tap í fyrsta leik í Fótbolti.net mótinu
11. janúar, 2014
ÍBV tapaði fyrsta leik sínum í dag í Fótbolta.net mótinu en leikið var gegn Stjörnunni og fór leikurinn fram í Kórnum. Garðar Jóhannsson kom Stjörnunni yfir á 37. mínútu og staðan í hálfleik var 1:0. Ian Jeffs jafnaði hins vegar metin með laglegu marki á 57. mínútu en Darri Steinn Konráðsson kom Stjörnunni aftur yfir undir lok leiksins og þar við sat. �?rír enskir leikmenn voru til reynslu í leiknum hjá ÍBV en allir komu þeir frá Walsall.
�??�?etta var að mörgu leiti fínt hjá okkur, ég var nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá okkur. Við hefðum mátt skapa okkur meira fram á við og við erum að vinna í reyna að bæta það hjá okkur. Við skoðuðum þrjá leikmenn í dag og það voru líka leikmenn hjá okkur sem stigu upp og spiluðu virkilega vel. �?að voru margir góðir punktar hjá okkur en lika atriði sem við þurfum að laga í varnarleiknum,�?? sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Um ensku leikmennina þrjá sagði Sigurður að hafsentinn hefði spilað vel en hinir tveir væru ekki leikmenn sem félagið væri að leita að. Hann segir þó ekki víst að hann reyni að fá varnarmanninn unga. �??Nei, það er alls ekki víst að við gerum það. Við eigum eftir að skoða þau mál, og fara yfir leikinn og horfa á hann aftur. �?að er fínt fyrir okkur að sjá hversu góðir þeir eru og það er möguleiki á að við skoðum fleiri leikmenn frá þeim. �?að getur því verið að við kíkjum á einhverja fleiri en mér fannst vinstri kantmaðurinn og senterinn ekki styrkja byrjunarliðið okkar neitt.”
�?r leik í Futsal
ÍBV lék í gær í átta liða úrslitum í Futsal, Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu. Eyjamenn mættu Val í Vodafonehöllinni og töpuðu 6:4 og eru því úr leik.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst