Eiginkonur B-liðs ÍBV auglýsa eftir eiginmönnum sínum. Þeir hafa ekki sést heimavið undanfarnar vikur vegna æfinga. Menn á þessum aldri, og í þessu ásigkomulagi, ættu frekar að vera í minigolfi, fara út að ganga með hundinn eða sinna fjölskyldunni. Eiginkonur þeirra hafa lagt á sig ómælda vinnu við að sauma nógu stóra búninga sem veita góðan stuðning og mikla öryggistilfinningu.