ÍBV og Grindavík munu tefla fram sameiginlegu liði í 2. flokki kvenna í sumar, að því er segir í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV.
Þar segir jafnframt að þær hafi hafið leik í gær í bikarnum og unnu Hauka 11-4. Sannarlega glæsilegt hjá þessu sameiginlega liði.
„Það er gaman að sjá þessi tvö bæjarfélög og félög starfa saman á þessum vettvangi. Við höfum fulla trú að með þessu sé verið að búa til grundvöll til að stelpurnar á þessum aldri geti verið að keppa á hæsta stigi.
ÍBV og Grindavík hafa í gegnum árin náð langt í boltaíþróttum þótt bæjarfélögin séu endilega ekki þau stærstu. Lið félaganna hafa verið þekkt fyrir baráttu innan sem utan vallar.
Það hafa ávallt verið góðar tengingar á milli Eyja og Grindavíkur enda fólk sem hefur dugnað og eljusemi að leiðarljósi. Þá hefur fólk úr báðum bæjarfélögum orð á sér fyrir að vera höfðingjar heim að sækja og kunna að skemmta sér og öðrum. Atburðir síðustu mánaða hafa síðan enn frekar eflt tengsl íbúanna.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst