Þýski markmannsþjálfarinn Kristian Barbuscak hefur verið ráðinn til ÍBV en mun hann taka við af Mikkel Hasling sem yfirgaf ÍBV eftir góðan tíma hjá félaginu. Kristian semur til loka árs 2025, að því er segir í frétt á heimasíðu félagsins.
Kristian sem er 44 ára hefur starfað víða sem markmannsþjálfari frá 29 ára aldri en hann starfaði meðal annars í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum hjá Al-Wasl, Kasakstan, hjá tveimur tékkneskum 2. deildarliðum og hjá þýska liðinu Augsburg.
Á sínum leikmannaferli lék hann með unglingaliðum Bayern Munich og var einnig á mála hjá Lazio, Austria Vienna og bandaríska liðinu Metro Stars, segir ennfremur í fréttinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst