Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Siglingastofnun er gert ráð fyrir að það taki fjóra daga að opna Landeyjahöfn. Eins og greint var frá byrjaði dæluskipið Perlan að dæla upp sandi við mynni Landeyjahafnar í morgun. Þegar búið er að hreinsa upp sandrif sem hefur myndast við hafnarmynnið, þá mun dæluskipið halda áfram sanddælingu í og við höfnina.