Sveitarfélög austan Þjórsár á Suðurlandi skoða nú í sameiningu áhrif og möguleika samfara nýrri Landeyjahöfn sem taka á í notkun næsta sumar. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að ferðamönnum muni fjölga í Vík í Mýrdal þegar Vestmannaeyjar færast nær Mýrdalnum með breyttum samgöngum.