TESLA-dagur við Tölvun í dag

Tölvun heldur fyrsta TESLA daginn í Eyjum á morgun fimmtudaginn 26.maí milli kl 13.00 og 16.00. Tölvun og fulltrúar TESLA á Íslandi munu verða með fjóra rafbíla af gerðunum Model 3 og Model Y við Tölvun og Pósthúsið og bjóða gestum og gangandi upp á reynsluakstur í langvinsælustu rafbílunum sem framleiddir eru í dag.

Hægt er að skrá sig í prufuakstur á slóðinni:ttps://www.tesla.com/event/testdrivevestmannaeyjum …eða bara kíkja við á Strandveginn. „Eins og frægt er orðið þá auglýsir  fyrirtækið TESLA alls ekki. Ég er hinsvegar mikill áhugamaður um orkuskiptin og hina hreinu náttúru Eyjanna og langar að koma á framfæri þessum upplýsingum.

Frá því að Tölvun kom með fyrstu Tesluna til Eyja í mars 2020 hefur fjöldi slíkra rafbíla stóraukist hér sem annars staðar á landinu Í dag eru u.þ.b. 25 Teslur í Eyjum og nokkrar á leiðinni en TESLA á Íslandi hefur átt erfitt með að anna eftirspurn. Eyjamenn hafa tekið vel við sér í rafbílavæðingunni og ég segi nú bara “ef ekki hér í Eyjum, hvar þá?”    … ætti fólk að nota rafbíla.“

Davíð segir að samkvæmt tölum Samgöngustofu eru skráðir 93 rafmangsbílar á Eyjunni grænu og 276 tengiltvinn bílar, en heildarfjöldi bifreiða er 2.651, þannig að við eigum samt töluvert langt í land. „Helst setja men fyrir sig hleðslu- og drægnikvíða, en hér þarf enginn að óttast það að verða rafmagnslaus. Tölvun hefur frá árinu 2020 boðið ferðalöngum jafnt sem heimamönnum upp á fría hleðslu á 3 hleðslustöðvum við Strandveg 50.“

Vestmannaeyjabær hefur boðið upp á eina fría stöð við Hótel Vestmannaeyjar auk þriggja Teslustöðva við afgreiðslu Herjólfs og í lok árs 2020 fékk Vestmannaeyjabær styrk upp á 6milljónir til að koma upp hleðslustöðvum við 7 af stofnunum bæjarins. Þess má geta að Tölvun hefur á eigin kostnað sett upp sínar stöðvar.

„Þá eru þónokkrar hraðhleðslustöðvar á leiðinni milli Landeyja og Reykjavíkur. Má þar nefna Hveragerði, Selfoss, Hellu og Hvolsvöll.

Á Hvolsvelli eru komnar upp 3, af 8 ofurhraðhleðslustöðvum (250kW) frá TESLA og finna má slíkar stöðvar á Klaustri, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Staðarskála og í höfuðborginni.

Á uppstigningardaginn er því tilvalið að lyfta sér upp og skoða nýjustu tækni í rafbílavæðingunni óumflýjanlegu,“ sagði Davíð og býður alla velkomna.

 

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.