�?að eru verðmæti fólgin í menningunni
15. febrúar, 2007

�?að er merkilegt að velta fyrir sér hve fólk leggur mikið á sig til þess að taka þátt í ýmsu félags- og menningarstarfi. Í rauninni er miklu almennari þátttaka í félags- og menningarstarfi út á landsbyggðinni heldur en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. �?átttakan þjappar fólki saman,
um leið og fólk er að láta gott af sér leiða sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Mörg félög eru starfandi hér í hreppnum okkar , ungmennafélagið, kvenfélagið, félag eldri borgara, kiwanisklúbburinn, búnaðarfélag, björgunarfélag, golf- og briddsklúbbarnir, kórastarf svo fátt eitt
sé nefnt. �?á eru áhugamannafélög um afréttarmál, endurbyggingu fjallaskála. Heilmikið kirkjulegt starf er einnig unnið og koma margir að því. Í augnablikinu leggur undirbúningsnefnd um hjónaball nótt við dag til þess að undirbúa þessa árlegu samkomu hér í sveitinni.

�?eir sem aldrei taka þátt í svona starfi, eru einungis þiggjendur gera sér ekki grein fyrir því hve mikil vinna liggur að baki. Á sama hátt er verið að undirbúa að eitthundrað ár eru liðin frá fæðingu Sigurðar Ágústssonar frá Birtingaholti en hann samdi ótrúlega mörg falleg lög en Edit Molnár hefur verið að rifja þessi lög upp með Karlakór Hreppamanna.

Ákveðið er að halda stóra tónleika í íþróttahúsinu á Flúðum 17. mars n.k. þar mun einnig Karlakórinn Fóstbræður og Vörðukórinn syngja, Miklos Dalmay mun leika á píanó en einnig mun
�?skar Pétursson, einn af Álftagerðisbræðrum stíga á stokk og syngja fyrir tónleikagesti o.fl. mætti nefna. �?að er vert að minnast þessara tímamóta. �?ann 18. mars munu ættingjarnir frá Birtingaholti sjá umkaffisamkvæmi í Félagsheimilinu.

Til þess að minnast þess mikla menningarstarfs sem unnið hefur verið hér í hreppnum, ekki síst á
sviði tónlistar, hefur verið ákveðið að setja upp listaverk í fyrirhuguðum lystigarði. Verkið verður einnig tileinkað minningu Sigurðar Ágústssonar og hans merkilega starfi. Efnt var til samkeppni um listaverkið og varð verk eftir Helga Gíslason fyrir valinu.

Menningarstarfið er hverju byggðarlagi nauðsynlegt ekki síður en atvinna, skólahald o.fl.
slíkt. Í nútímanum hafa menn reynt að meta menningarstarfið til peningalegra
gilda eins og svo margt annað í heimi efnishyggjunnar. Víst er að það starf er í rauninni ómetanlegt og vonandi höldum við áfram á sömu braut �? alla vega bíðum við spennt eftir hjónaballi og tónleikahaldi sem framundan eru hvorutveggja til að efla andann, hvort á sinn
hátt.

Ísólfur Gylfi Pálmason
sveitarstjóri.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst