Það kom með kalda vatninu
Hópurinn á bakvið dagskrár og blaðs til að minnast þessa merka atburðar. Frá vinstri, Ívar Atlason, Stefán Ó. Jónasson, Ómar Garðarsson, Arnar Sigurmundsson og Kári Bjarnason.

Með Eyjafréttum sem fór í aldreifingu innanbæjar í dag og til áskrifenda annarstaðar er sérstakt 18 bls. blað sem helgað er komu vatnsins til Eyja 20. Júlí 1968.
Þessara merku tímamóta verður einnig minnst með fundi  á laugardaginn 7. Júlí  í Sagnheimum – efri hæð Safnahúss kl. 14.00-16.00.  Þar  flytur Ívar Atlason  erindi um söguna og vatnsskortinn í Eyjum. Hrönn Hannesdóttir húsmóðir segir frá hvenig hún upplifði  takmarkað vatn á sínum uppvaxtarárum og við heimilishald áður en vatnsveitan tók til starfa.   Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks segir frá  lagningu vatnsleiðslu í landi 1966-1967  og Gunnar Marmundsson, eftirlitsmaður Vatnsveitunnar í landi til margra áratuga  greinir sínu starfi. Í lokin verður fyrirspurnum svarað og ljósmynd Sigurgeirs frá komu vatnsleiðslunnar 20 . júlí 1968 með nöfnum verður varpað á veginn.  Arnar Sigurmundsson verður með samantekt í lokin. Á eftir verður sýnt 20 mín. mynd sem NKT framleiðandi vatnsleiðslanna lét gera 1968 og sýnir undirbúnig , framleiðslu og lagningu leiðslunnar með Henri P. Lading.   Á eftir verður boðið upp á kaffi og konfekt. Reiknað er með að samkoman verði samtals um 2 klst.

Í áhugahópi til að minnast þessa merka atburðar eru Arnar Sigurmundsson, Ívar Atlason, Stefán Ó. Jónasson og Kari Bjarnason, Ómar Garðarsson var ritstjóri blaðsins Vatn í fimmtíu ár en það má skoða hér að neðan.

 

Vatn í 50 ár

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.