Fyrr í dag sögðum við frá umræðuefni í viðureign Menntaskólans á Ísafirði og Hraðbrautar í Reykjavík. Umræðuefnið er „Það á að gera Vestmannaeyjar að fanganýlendu“. Haft var eftir einum Ísfirðingum að þeim færi fúlasta alvara með málflutningnum, fanganýlenda í Eyjum væri málið. Nú hefur Eyjafréttum borist tilkynning frá Hraðbraut en einn þjálfara liðsins er einmitt Eyjamaður. Lið Hraðbrautar segir hroka Ísfirðinga skammarlegan. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: