Það er óhætt að segja að lukkudísirnar hafi verið með björgunarsveitarmönnum sem unnu við að fergja þak Ísnets í dag þegar þakplötur fuku af húsinu. Fjórir menn voru að negla lausar plötur niður þegar stórt stykki, líklega um 60 til 80 fermetra að stærð, fauk upp og niður af þakinu. Í raun var það aðeins slembilukka að þakhlutinn fauk ekki á mennina eða þá sem fyrir neðan voru en þeir sem voru á þakinu voru allir austan megin en stykkið fór niður vestan megin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst