Björgunarfélag Vestmannaeyja hafði nógu að snúast síðdegis í dag við að festa þakplötur og klæðningar sem voru byrjaðar að losna af húsum víðsvegar um bæinn. Einnig var Björgunarfélagið ræst út eftir kvöldmat þar sem plast var farið að rifna frá gluggum í nýbyggingu, Ásnes við Skólaveg. Björgunarfélagsmenn er enn í viðbragðsstöðu en seinnipartinn í dag var 37 metra meðalvindhraði á Stórhöfða og mesta hviða sem mælst hafði var 48 m/sek.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst