�?arf að fullnýta samningaleiðir áður en lög koma til álita
27. mars, 2014
Ritstjórn Eyjafrétta sendi fyrirspurn á alla formenn og varaformenn þingflokka Alþingis í morgun. Fyrirspurnin var eftirfarandi: Hvað mun flokkur þinn gera komi fram tillaga um að setja lög á verkfall undirmanna á Herjólfi?
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar sendi eftirfarandi svar: �??�?g hef fullan skilning á erfiðri stöðu samfélagsins í Eyjum við þessar aðstæður og hversu slæm áhrif verkfallið hefur á atvinnulíf og mannlíf í Eyjum. Ekkert frumvarp hefur komið fram um þetta efni og því ekki hægt að tjá sig um viðhorf til þess. Frumkvæði að slíkri lagasetningu hlyti, ef að ástæður kalla á slíkt, að koma frá ráðherra og byggja á efnislegu mati á að almannahagsmunir séu í hættu ef ekki er gripið inn í. Almennt vil ég segja að Samfylkingin leggur þunga áherslu á varðstöðu um samningsrétt launamanna og telur að mjög þung rök þurfi til að grípa inn í hann með lagasetningu. �?að er á ábyrgð samningsaðila að ná samningum. Ef þeir bregðast því hlutverki hefur ríkissáttasemjari samkvæmt lögum ýmsar leiðir til að knýja á um niðurstöðu. Allar slíkar leiðir þarf að fullnýta áður en lög koma til álita að mínu mati.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst