Þarf fólk að deyja í biðinni svo eitthvað breytist?
Sara Sjöfn Grettisdóttir

Sjúkraflugvél fyrir Vestmannaeyjar er staðsett á Akureyri. Það eru um 520km frá Vestmanneyjum til Akureyrar. Í mínum haus er akkurat ekkert rökrétt við þetta og hreinlega verið að taka óþarfa áhættu með líf fólks.

„Það eru enn 45 mínútur í flugvélina“ sagði læknirinn sem var að meðhöndla föður minn, en rúmri klukkustund áður hafði verið hringt á sjúkravél. F1 voru skilaboðin til þeirra, sem þýðir í raun bráðatilfelli, forgangur, drífið ykkur hingað sem allra fyrst. Sjúkravélin með pabba minn um borð lenti í Reykjavík rúmum þremur klukkustundum eftir að hringt var eftir þeim. Til allra hamingju var þetta ekki eins alvarlegt og í upphafi var talið og starfsfólk sem var á vakt á HSU í Vestmannaeyjum náði tökum á aðstæðum áður en vélin kom.

Fyrir fjórum árum fékk mágur minn heilablóðfall. Hann var 17 ára, það var júlí, veðrið var gott. Sama var uppá teningnum hjá honum, læknirinn hringdi eftir sjúkravél. F1, forgangsflug. Hann beið ásamt móður sinni í tvo og hálfan tíma eftir flugvélinni, þarna skipti hver einasta mínúta máli!

Ég velti fyrir mér hversu margar fjölskyldur eiga svona sögur, af bið eftir sjúkraflugi. Hvað þarf að gerast til að laga þetta, þarf fólk að deyja í biðinni svo eitthvað breytist?

Ég verð svo reið þegar ég hugsa um þetta! Hvað er verið að bjóða okkur uppá? Eigum við ekki betra öryggi skilið. Ætti ekki að vera algjört forgangsatriði að koma þessu í lag.Örugg heilbrigðisþjónusta og greiðar samgöngur eru mannréttindi sem ætti að vera aðgengilegar hverjum einasta Íslending.

Sjúkraflugvél á að sjálfsögðu að vera staðsett á Norðurlandi. En það á líka ein slík að vera til taks á Suðurlandi!

Sara Sjöfn Grettisdóttir
Ritstjóri Eyjafrétta

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.