Erindi frá �?ekkingarsetri Vestmannaeyja var tekið fyrir hjá bæjarráði Vestmannaeyja í gær. �?ekkingarsetrið óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um að �?SV gerist rekstraraðili að Náttúrustofu Suðurlands.
Bæjarráð Vestmananeyja fagnar frumkvæði �?ekkingarseturs Vestmannaeyja hvað rekstur Náttúrustofu Suðurlands varðar og tekur undir þá afstöðu að frekari samþætting við fræðastarf �?SV geti skapað ný tækifæri og margskonar samlegðaráhrif.
Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við �?SV á grunni innsends bréfs og felur Trausta Hjaltasyni bæjarráðsmanni að leiða þær viðræður fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Við afgreiðslu ráðsins vék Páll Marvin Jónsson af fundi, segir í fundargerð ráðsins.