ÍBV vann góðan sigur á Fram í kvöld í Olís-deild karla en lokatölur voru 37:29. Markahæstur í liði ÍBV var Theodór Sigurbjörnsson en hann fór hamförum í leiknum og skoraði hvorki meira né minna en 14 mörk. Sigurbergur Sveinsson kom næstur á eftir með níu mörk. Kolbeinn Arnarsson var með 15 skot varin. Eftir leikinn situr ÍBV í sjötta sæti með 11 stig eftir tíu leiki.