Yfirlýstur tilgangur umsóknar að ESB hefur verið að kanna í eitt skipti fyrir öll hvað í boði sé þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa. Það gildir ekki síst um sjávarútvegsmálin, því margir helstu ESB sinnarnir hafa reynt að segja okkur að ekkert sé að óttast. Nú hefur spænski Evrópumálaráðherrann Diego López Garrido sagt okkur hvað sé í boði. Hverjir skilmálarnir séu. Sú lýsing er í algjöru ósamræmi við það sem trúuðustu ESB sinnarnir hafa sagt okkur.