Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett laust fyrir klukkan 15 í dag. Venju samkvæmt er það formaður ÍBV-íþróttafélags sem setur hátíðina. Það kom því í hlut Harðar Orra Grettissonar að gera það í ár en hann tók við formennsku í félaginu í vor. Þór Vilhjálmsson flutti í kjölfarið hátíðarræðu og sr. Viðar Stefánsson var með hugvekju.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, var viðstödd setninguna í Herjólfsdal en hún tók við embætti forseta í gær. Með Höllu í för var eiginmaður hennar Björn Skúlason og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Blíðskaparveður var á setningunni og mikill fjöldi fólks var saman kominn í Dalnum, en í ár fagnar Þjóðhátíð 150 ára afmæli og því sérstaklega mikill fögnuður.
Óskar Pétur Friðriksson myndaði það sem fyrir augu bar í Herjólfsdal í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst