Emmsjé Gauti frumflutti Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu í gær. Lag og texti eru samin af Gauta og Þormóði Eiríkssyni en Jón Ragnar Jónsson er meðhöfundur lagsins. Kórarnir þrír í laginu eru Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og Fjallabræður.
Þjóðhátíðarnefnd tilkynnir einnig í dag að söngkonurnar Jóhanna Guðrún og Diljá koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal og heldur dagskráin því áfram að bæta við sig stórkostlegu listafólki sem mun töfra fram einstaka stemningu á Þjóðhátíð í sumar.
Mynband við Þjóðhátíðarlagið má sjá hér að neðan:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst