�?eir bræður Garðar og Svavar Garðarssynir urðu fyrir svörum þegar blaðamaður Frétta leit við á verkstæðinu en eins og alltaf var nóg að gera. Svavar sat við tölvuna með teikningar af Guðmundi VE og Vestmannaey VE á skjánum en �?ór er að koma fyrir færiböndum í Guðmundi og smíðar auk þess vinnslulínur í Vestmannaey og systurskip hennar, Vörð EA, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Gjögurs. �?á eru fleiri skip á teikniborðinu sem �?ór mun smíða vinnslulínur í.
�?Vörður er nákvæmlega eins skip og Vestmannaey þannig að við erum í raun og veru að smíða sömu vinnslulínuna tvisvar,�? segir Svavar um leið og hann sýnir blaðamanni teikningarnar. Svavar bætir því við að það sé nánast liðin tíð að menn rissi upp á blað það sem vantar, nú sé allt unnið í tölvum. �?Við fáum t.d. teikningar af Vestmannaey og Verði til okkar og hönnum svo vinnslulínuna inn í teikningarnar með forritinu AutoCAD. Stundum eru teiknaðar inn hugmyndir að körum eða færiböndum sem við útfærum svo nánar,�? segir Svavar.
Eins og áður sagði hefur verið nóg að gera hjá �?ór að undanförnu en Garðar segir að síðan hann hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir sjö árum hafi þeir varla litið upp. �?Við erum oft að tala um það að vinna upp lager af hlutum sem reglulega þarf að smíða. Hins vegar höfum við aldrei komist í það því við erum alltaf að taka að okkur ný verkefni. En þó það hafi verið nóg að gera undanfarin ár, sjáum við ekki langt fram í tímann í rekstrinum. �?etta hefur hins vegar gengið mjög vel og alltaf að detta inn stór og smá verkefni,�? segir Garðar.
Mikil reynsla er hjá �?ór í gerð vinnslulína fyrir skip, ekki síst í loðnubáta en �?ór sá m.a. um smíði vinnslulínu í Hugin VE auk annarra verkefna fyrir loðnuflotann. �?�?ór er 40 ára gamalt fyrirtæki þannig að reynslan er mikil. Auk þess erum við með ýmis önnur verkefni, s.s. sleppibúnað Sigmunds sem við smíðum reglulega auk annarra verkefna sem falla til,�? segir Svavar en hjá fyrirtækinu starfa nú 16 manns, þar af ein stúlka en í gegnum tíðina hafa aðeins tvær konur unnið hjá fyrirtækinu. �?egar blaðamaður rölti um gólf verkstæðisins mátti m.a. sjá færibönd og kör og sömuleiðis umferðarskilti sem voru í smíðum þannig að það er greinilega af mörgu að taka þegar verkefnin eru annars vegar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst