Alþýðusamband Íslands, BSRB, Bandalag háskólamenntaðra, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna í fjármálafyrirtækjum hvetja konur til að leggja niður störf klukkan 14.25 í dag í tilefni að kvennafrídeginum 24. október. Skipulögð dagskrá verður í Reykjavík og baráttufundur hefst klukkan 15.00 en engar fregnir eru af skipulagðri dagskrá hér í Eyjum.