Frá þessu er greint á vefnum www.klaustur.is en fréttina má lesa hér að neðan:
Íþróttamaður Skaftárhrepps árið 2006 er �?órunn Bjarnadóttir
�?órunn er fyrirliði Íþróttafélags Stúdenta í meistaraflokki kvenna í körfuknattleik. Hún æfir með Stúdínum 4-5 sinnum í viku auk þess sem 1-2 leikir eru spilaðir í viku hverri. Í febrúar síastliðnum varð hún bikarmeistari með Stúdínum og núna fyrir jólin eru þær í 4. sæti í deildinni. Síðastliðið sumar var hún við æfingar með íslenska landsliðinu og spilaði svo alla leiki liðsins í september þar sem íslenska landsliðið tók í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni landsliða í körfubolta kvenna.
Á lokahófi KKÍ var hún valin af dómurum prúðasti leikmaður deildarinnar. Frábær árangur hjá �?órunni sem hóf sinn körfuboltaferil í Kirkjubæjarskóla. �?etta er annað árið í röð sem hún er Íþróttamaður Skaftárhrepps. Við óskum henni til hamingju sem og öðrum sem voru tilnefndir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst