Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net fylgdist með Herjólfi koma inn til Eyja í gær. Í skeyti með myndasyrpunni segir hann:
„Nú siglir Herjólfur dag eftir dag til Þorlákshafnar. Reikna má með að svo verði áfram næstu daga þar sem veðurspá er ekki góð fyrir siglingar í Landeyjahöfn. Dýpi í innsinglingunni í Landeyjahöfn er orðið 2,8 metrar, sama dýpi og hæðin er á Þingeyri á miðhæðinni. Ein höfn á landinu lokast alltaf þegar vindur eykst og þetta er aðalsamgönguæð þeirra sem ferðast til eða frá Eyjum. Þrátt fyrir loforð frá því höfnin opnaði fyrir tæpum 15 árum síðan er þetta alltaf sama vandræða höfnin.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst