Framundan er þrettándagleðin sem nær hámarki með þrettándagleði ÍBV sem haldin er annað kvöld. Dagskráin stendur hins vegar yfir frá föstudegi til sunnudags. Hér að neðan má kynna sér dagskrána.
Föstudagur 3. janúar
- 14:00 – Hið árlega grímuball Eyverja verður á sínum stað, miðaverð er 500 kr. Jólasveinar mæta og gefa börnunum glaðning. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og líflega framkomu.
- 19:00 – Þrettándagleði ÍBV. Gangan hefst við Hánna og gengið verður að malarvellinum við Löngulág.
- 23:59 – 03:00. Hið goðsagnakennda Þrettándaball Hallarinnar með hljómsveitinni Made In Sveitin. Forsala inná tix.is.
Laugardagur 4. janúar
- 12:00-15:00 – Fjölskylduratleikur í Safnahúsi.
- 12:00-16:00 – Langur laugardagur í verslunum.
- 13:30-15:30 – Tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni undir stjórn Fimleikafélagsins Ránar.
Sunnudagur 5. janúar
- 13:00 – Þrettándamessa í Stafkirkjunni.