Þriggja ára deilu lauk með samningi til tíu ára

„Kátt er á hjalla  og vöfflulyktin angar í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) eru að skrifa undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára,“ segir í frétt á visir.is rétt í þessu.

Kolbeinn Agnarsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum var í dag bjartsýnn á að samningar væru í höfn en sjómenn hafa verið án samninga í um þrjú ár og viðræðum var síðast slitið árið 2021.

Samningarnir verða kynntir sjómönnum á næstunni og verða atkvæði greidd í framhaldinu.

Þetta eru góðar fréttir í upphafi loðnuvertíðar.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.