Kennsla í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hefst í vikunni. En á haustönn eru um 230 nemendur skráðir í skólann og eru það heldur færri nemendur en voru síðasta haust, en hægt var að samþykkja allar umsóknir sem bárust, sagði Helga Kristín Kolbeinsdóttir skólameistari.
�??Í haust hefst annað árið þar sem boðið er upp á stúdentsprófsbraut á þremur árum og er það vinsælasta brautin sem við bjóðum upp á en 42% nemenda er skráður á þá braut, 13% nemenda er í verknámi, 15% nemenda í fornámi en aðrar brautir eru fámennari.�?? sagði Helga Kristín.
Spennadi kostur býðst í fjarnámi í ár hjá Framhaldsskólanum en það er á sjúkraliðabraut, �??�?að er í fyrsta skipti sem við bjóðum slíkt nám í fjarnámi en auk þess koma nemendur í staðbundnar lotur. Aðsóknin að náminu er góð en við getum bætt við okkur nemendum. Einnig er grunnskólanemendum boðið upp á að taka málmiðn í vali í Grunnskólanum. Sú kennsla er á vegum Framhaldsskólans og fá nemendur einingar þar. �?etta er hluti af því að auka áhuga nemenda á iðnnámi.�??
Spennandi samstarfsverkefni er framundan hjá kólanum �??Í næstu viku kemur hópur stærðfræði- og raungreinakennara frá Tallin í heimsókn til okkar og vinnur að verkefnum með kennurunum. Einnig kemur kennari frá þýskalandi sem fær að fylgjast með kennslunni hjá þeim. Í haust fer af stað nýtt verkefni með skólum í Finnlandi, Svíþjóð og Lettlandi á sviði ferðamálafræða.�?? sagði Helga Kristín.
�??�?að eru breytingar á starfsmannahaldi, þrír kennarar hættu störfum í sumar auk námsráðgjafa og kerfisstjóra. Starfmannafjöldi er samt svipaður þar sem Gunnar Friðfinnsson kemur aftur til starfa eftir árs námsleyfi. Thelma Björk Gísladóttir tekur að sér nemendaráðgjöf ásamt kennslu, Katrín Harðardóttir tekur við íþróttakennslunni, Egill Andrésson kemur til kennslu auk þess sem hann aðstoðar nemendur við félagsmálin og sér um upplýsingatæknimálin.
Framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar á skólahúsnæðinu og sér fyrir endann á þeim, auk reglubundins viðhalds hefur verið sett upp kennslueldhús á því svæði sem starfsnámsbrautin hefur yfir að ráða,�?? Sagði Helga Kristín að lokum.