Fjögur eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu um helgina, þar af voru þrír bílar skemmdir. Á laugardagsmorgun barst lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynning um að tvær bifreiðar hefðu verið skemmdar á bílastæði Hamarsskólans en hliðarspeglar höfðu verið skemmdir. Ekki er vitað um hverjir voru þarna að verki og hvetur lögregla þá sem einhverjar upplýsingar hafa um málið að hafa samband.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst