Þrjár Eyjastúlkur eru þessa dagana á æfingum hjá U-17 ára landsliði Íslands í handbolta. Þetta eru þær Berglind Dúna Sigurðardóttir, Drífa Þorvaldsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir, allt mjög efnilegar stelpur sem hafa verið að spila með meistaraflokki ÍBV. Bæði verður æft og keppt en leiknir verða æfingaleikir m.a. gegn meistaraflokk Gróttu og ÍR. Alls eru 22 leikmenn í hópnum.