�?rjátíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir brot á grein 45a í umferðarlögum eftir að hún tók gildi í júní s.l. en með henni varð sú breyting á að ökumaður sem mælist með eitthvert magn ólöglegra fíkniefna í blóði er metinn óhæfur til aksturs.
Fyrstu dómar vegna brota á þessu ákvæði hafa verið að falla nú að undanförnu. �?eir hafa verið á þann veg að viðkomandi hefur verið dæmdur til sviptingar ökuréttar og greiðslu sekta. Má því búast við að fíklar þurfi að ferðast fótgangandi meir en verið hefur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst