Í bæjarráði í síðustu viku lá fyrir erindi frá frá �?resti B. Johnsen þar sem hann býður Vestmannaeyjabæ leiguíbúðir að Sólhlíð 17 og íbúðir fyrir fatlaða að Bárustíg 2. Hann býður upp á að leigja bænum íbúðirnar, bærinn kaupi þær, hafi makaskipti á húsunum og Ráðhúsinu og að byggja á lóð að Skólavegi 7 íbúðir fyrir fatlaða.
Bæjarráð þakkaði einlægan áhuga bréfritara en segir að fyrir liggi að Vestmannaeyjabær stefni ekki að því að byggja leiguíbúðir fyrir almennan markað enda miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á þeim vettvangi meðal einkaaðila. �??Einu leiguíbúðirnar sem stefnt er að falla annarsvegar undir málefni fatlaðra og hinsvegar undir málefni aldraðra. �?egar er hafin hönnun og undirbúningur að framkvæmdum við nýjar íbúðir fyrir aldraða við Eyjahraun. Hvað varðar íbúðir fyrir fatlaða þá er horft til samstarfs við framkvæmdaaðila á svokölluðum Ísfélagsreit. Í því samhengi var meðal annars farið í opna hugmyndasamkeppni. Vestmannaeyjabær mun því láta reyna á þann möguleika áður en aðrar ákvarðanir verða teknar,�?? segir í fundargerð bæjarráðs.
Einnig segir að það sé einlægur vilji bæjarins að eiga og hafa starfsemi í Ráðhúsinu sem seinustu ár hefur hýst bæjarskrifstofur en var byggt sem spítali.
Að lokum var bréfritara bent á að lóðaumsóknir falla ekki undir bæjarráð heldur umhverfis- og skipulagsráð og beri að beina umsóknum þangað á þar til gerðum eyðublöðum.
Framundan eru gagngerar endurbætur á Ráðhúsinu og eru bæjarskrifstofurnar nú á annarri hæð Landsbankans við Bárustíg.